Rússar hafa kvatt sendiherra sinn heim frá Georgíu, vegna handtöku fjögurra rússneskra herforingja þar, sem eru sakaðir um njósnir. Rússar hafa einnig fyrirskipað að opinberum starfsmönnum í sendiráðinu skuli fækkað verulega. Þá hafa þeir varað rússneska þegna við því að ferðast til Georgíu sem á sínum tíma var eitt af lýðveldum Sovétríkjanna.
Erlent