Erlent

Stjórnmálaflokkur kærður fyrir kynþáttafordóma

Pia Kjærsgård, formaður danska Þjóðarflokksins, hefur verið kærð fyrir kynþáttafordóma, ásamt tólf félögum sínum. Það var fyrrverandi formaður Minnihlutaflokksins, sem safnaði liði til kærunnara með því að skrifa bréf til sjötíu menningarfrömuða. Kjærsgård og félagar hennar eru sökuð um að djöfulgera múslima í Danmörku. Þjóðarflokkurinn hefur tekið harða afstöðu í innflytjendamálum.

Talsmaður flokksins segir kæruna fáránlega. Þau fari kannski ekki alltaf eftir pólitískri rétthugsun, en þau djöfulgeri ekki neinn, og hafi sitt málfrelsi eins og aðrir Danir. Talsmaður Vinstri flokksins tekur nokkuð í sama streng, og telur ekki rétt að nota lögregluákærur sem vopn í hinni opinberu umræðu.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×