Erlent

PKK boðar einhliða vopnahlé á morgun

Kúrdíski Verkamannaflokkurinn PKK í Tyrklandi, sem barist hefur fyrir sjálfstæðu ríki Kúrda í suðausturhluta landsins, hefur lýst yfir einhliða vopnahléi sem hefst á morgun. Tilkynning þar að lútandi var gefin út í dag og er svar við ákalli leiðtoga samtakanna, Abdullah Öcalans, sem nú situr í fangelsi.

PKK hóf vopnaða baráttu sína fyrir sjálfstæði Kúrdistans árið 1984 og hafa yfir 30 þúsund manns látist í átökum tengdum baráttu samtakanna. Þau eru á lista Evrópusambandsins og Bandaríkjanna yfir hryðjuverkasamtök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×