Erlent

Segir Georgíumenn ögra Rússum í skjóli vestrænna ríkja

MYND/AP

Vladímír Pútín, forseti Rússlands, segir Georgíumenn reyna að ögra Rússum í skjóli verndar frá vestræðunum ríkjum í tenglsum við njósnadeilu landanna.

Forsetinnn kallaði saman sína helstu ráðgjafa í öryggismálum í dag vegna deilunnar, en fjórir yfirmenn í rússneska hernum voru handteknir í Tblísí, höfuðborg Georgíu, á miðvikudag, sakaðir um njósnastarfsemi í landinu.

Pútín sagði stjórnvöld í Tblísí á vegferð gegn Rússlandi, en Georgíumenn hafa hallað sér meira til vesturs undanfarin ár eftir að Míkhaíl Saakashvili, forseti Georgíu, komst til valda í Rósabyltingunni svokölluðu árið 2003.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×