Fjörtíu taldir látnir eftir að stífla brast í N-Nígeríu
Óttast er að fjörutíu manns hafi látist þegar stífla gaf sig nærri þorpi í Norður-Nígeríu í gær. Fram kemur í nígerískum fjölmiðlum að starfsfólki við stífluna hafi ekki tekist að opna fyrir hjáleið fyrir vatnið á bak við stífluna eftir gríðarlegar rigningar á svæðinu að undanförnu og því hafi stíflan brostið. Talið er að um fimm hundruð hús hafi sópast burt í flóðinu og hafa yfirvöld komið upp neyðarskýlum fyrir þá sem eiga um sárt að binda.