Að minnsta kosti sjö eru látnir eftir að fellibylurinn Xangsane gekk á land í Mið-Víetnam í morgun. Húsþök fuku, tré rifnuðu upp með rótum og rafmagnslínur slitnuðu þegar fellibylurinn kom að landi en yfirvöld í Víetnam höfðu gert töluverðar ráðstafanir og flutt burt um tvö hundruð þúsund manns.
Ekki liggur fyrir hversu miklu tjóni bylurinn olli. Nokkuð hefur dregið úr styrk Xangsane eftir að hann gekk á land en hann stefnir nú á nágrannaríkið Laos. Áður hafði bylurinn valdið miklum usla á Filippseyjum. Þar létust 76 létust og 81 slasaðist þegar hann gekk yfir eyjarnar á miðvikudag og fimmtudag.