Erlent

Átök milli Hamas-liða og manna hliðhollum Abbas

Lögreglumenn hliðhollir Abbas forseta mótmæla við þinghúsið í Gasaborg í dag.
Lögreglumenn hliðhollir Abbas forseta mótmæla við þinghúsið í Gasaborg í dag. MYND/AP

Fimm Palestínumenn hafa fallið og að minnsta kosti 60 særst í bardögum á milli byssumanna hliðhollum Hamas-samtökunum og lögreglu og opinberum starfsmönnum sem styðja Fatah-hreyfingu Mahmouds Abbas, forseta Palestínu, í Gasaborg í dag.

Síðarnefndi hópurinn hafði komið saman og mótmælt því að hafa ekki fengið greidd laun í marga mánuði en Hamas-liðar reyndu að leysa mótmælin upp. Þá kveiktu Fatah-liðar í skrifstofu forsætisráðherra Hamas í Ramallah á Vesturbakkanum.

Fatah-hreyfingin og Hamas-liðar hafa barist um völd á sjálfsstjórnarsvæðum Palestínu allt frá því að Hamas-samtökin sigruðu í þingkosningum snemma á árinu, en í kjölfarið frystu Ísraelar, Evrópusambandið og Bandaríkin allar greiðslur til heimastjórnarinnar þar sem Hamas-stjórnin neitaði að viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×