Erlent

Allir um borð fórust

Af vettvangi flugslyssins
Af vettvangi flugslyssins MYND/AP

Nú er staðfest að allir þeir hundrað fimmtíu og fimm manns sem voru um borð í flugvélinni sem fórst í Amazon regnskóginum á föstudag eru látnir.

Í yfirlýsingu frá brasilíska flughernum segir að björgunarsveitir hafi þurft að brjóta sér leið gegn um frumskóginn og fella tré til að komast að flakinu. Eftir leit í flakinu og svæðinu í kring er ljóst að enginn komst lífs af. Ekki hefur tekist að bera kennsl á tvö líkanna.Vélin sem var af Boeing sjö þrjátíu og sjö gerð, hrapaði eftir að rekast á einkaþotu sem tókst að lenda örugglega á næsta herflugvelli. Globo fréttastofan sagði að lögreglan hefði yfirheyrt þá sjö Bandaríkjamenn sem voru farþegar í einkavélinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×