Erlent

Hnífamaður handtekinn í Downing stræti

Downingstræti 10
Downingstræti 10 MYND/NFS
Hnífamaður handtekinn í Downing stræti - Tony Blair var aldrei í hættu að sögn lögreglunnar

Maður vopnaður hnífi var í dag handtekinn í bakgarðinum á Downing stræti tíu, sem er heimili Tony Blairs, forsætisráðherra.

Maðurinn klifraði yfir girðingu til að komast inn í garðinn. Þar sá lögreglumaður til hans og handtók hann eftir stuttar stympingar.

Hnífamaðurinn var fluttur til yfirheyrslu. Lögreglan segir að Tony Blair hafi aldrei verið í neinni hættu. Lögreglumenn sem gæta Downing strætis eru að sjálfsögðu vopnaðir, og lögreglumaðurinn sem handtók mannin hefði getað skotið hann ef hann hefði talið hættu á ferðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×