Erlent

Banvæn streita

Fjórtánhundruð Danir deyja árlega úr streitu og 35000 manns tilkynna sig veika á hverjum degi, af sömu sökum.

Kathrine Holst, ráðgjafi hjá danskri streitumiðstöð segir að þeir sem séu veikastir fyrir í augnablikinu sé fólk í heilbrigðisþjónustunni og kennarar. Hún segir að þeir sem séu í mestri hættu séu þeir sem hafi daglegan umgang við annað fólk og sjái afleiðingar verka sinna.

Holst segir að fólk hafi þörf fyrir miklu meiri frið en það fái, það verði til dæmis fyrir stöðugu áreiti af hávaða, sem það jafnvel taki ekki eftir. Hún ráðleggur mönnum að slökkva á útvarpinu í bílnum og sleppa því öðru hvoru að setjast fyrir framan sjónvarpið, á kvöldin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×