Erlent

Ban Ki-Moon hafi sigur

Ban Ki-Moon, utanríkisráðherra Suður-Kóreu, og líklegasti arftaki Kofis Annans í embætti framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna.
Ban Ki-Moon, utanríkisráðherra Suður-Kóreu, og líklegasti arftaki Kofis Annans í embætti framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. MYND/AP

Ban Ki-Moon, utanríkisráðherra Suður-Kóreu, er talinn líklegasti arftaki Kofis Annans í embætti framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Ki-Moon hafði sigur í óformlegri atkvæðagreiðslu um hvern ætti að skipa næst í embættið. Annan lætur af störfum í lok árs.

Sendifulltrúar þeirra 15 ríkja sem sitja í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna greiddu atkvæði um sjö þeirra sem sækjast eftir embættinu. Þetta er í fjórða sinn sem atkvæðagreiðsla sem þessi fer fram um þá sem sækjast nú eftir embættinu og í fyrsta sinn sem skilið er á milli þeirra 5 ríkja sem eiga fast sæti í ráðinu og hinna 10. Allir fastafulltrúarnir greiddu Ki-Moon atkvæði sitt.

Atkvæði verða greidd formlega í Öryggisráðinu um eftirmann Annans í lok þessa mánaðar en skipan hans er háð samþykki Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×