Erlent

Ban líklegur arftaki Annan

Flest bendir til að Suður-Kóreumaðurinn Ban Ki-moon verði næsti framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Í óformlegum atkvæðagreiðslum sem fram hafa farið innan öryggisráðs samtakanna undanfarna daga var hann sá eini sem hlaut stuðning fastaríkjanna fimm sem hafa þar neitunarvald. Formleg kosning fer fram í ráðinu næstkomandi mánudag og ef fer sem horfir mun Ban svo taka við stjórnartaumunum af Kofi Annan um næstu áramót. Samstaða er um að Asíubúi verði næsti framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna en sá síðasti úr þeim heimshluta sem gegndi embættinu var U Thant frá Burma sem sat í stóli aðalritara á árunum 1961-71.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×