Erlent

Serbar leita með hangandi hendi að stríðsglæpamönnum

Carla del Ponte, saksóknari stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna, segir að hún sé ekki sátt við leit Serba að hershöfðingjanum Ratko Mladic, sem hefur tvívegis verið ákærður fyrir þjóðarmorð í Bosníustríðinu.

Carla del Ponte sagði að sér fyndist ekki að serbnesk stjórnvöld gengju nógu ákveðið til verks við að hafa upp á hershöfðingjanum.

Evrópusambandið hætti viðræðum við Serbíu, um aðild að bandalaginu, í maí síðastliðnum vegna þess að ekki var búið að handtaka Mladic. Handtaka hans og Radovans Karadic er lykilatriði í því að viðræðurnar verði hafnar að nýju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×