Erlent

Martröð bílainnbrotsþjófa

Innbrot í bíla eru tíð, ekki bara á Íslandi. Breska lögreglan er orðin langþreytt á fyrirbærinu og er nú farin að leiða þjófana í gildru. Hún fer þangað sem þjófnaðir eru tíðir og skilur eftir bíl fullan af flottum hljómflutningsgræjum í alfaraleið.

Þjófarnir brjótast inn í bílinn til þess að hreinsa innan úr honum og eru þá myndaðir í bak og fyrir með eftirlitsmyndavélum sem einnig eru í bílnum. Svo eru þeir nappaðir og sönnunargögnin eru óhrekjanleg. Talsmaður lögreglunnar í Bournemouth segir stoltur að gildran hafi aldrei brugðist.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×