Erlent

OPEC ríkin vilja hækka olíuverð

Hugo Chavez, forseti Venezuela, talar á fundi OPEC ríkjanna í Caracas í Venezuela, þann fyrsta júní síðastliðinn.
Hugo Chavez, forseti Venezuela, talar á fundi OPEC ríkjanna í Caracas í Venezuela, þann fyrsta júní síðastliðinn. MYND/AP

OPEC, samtök olíuframleiðsluríkja vilja hækka verð á olíu á nýjan leik. Verðið hefur farið lækkandi undanfarið og er nú komið niðurfyrir 59 dollara fatið, en var tæplega 79 dollarar um miðjan júlí.

Nígería, sem fer með forsæti í OPEC þessa dagana hvatti í dag aðildarríkin til þess að draga úr framleiðslu til þess að hækka verðið.

Nígería og Venesúela hafa þegar dregið úr framleiðslu sinni en það hefur ekki dugað til þess að halda verðinu uppi. Menn bíða eftir að sjá hvað Saudi Arabía gerir. Ef þar verður ákveðið að draga úr framleiðslunni, mun það væntanlega strax hafa áhrif á markaðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×