Ætlar ekki að láta nördana skora hjá sér 3. október 2006 21:15 Hér má sjá mynd frá blaðamannafundi sem haldinn var í morgun, en bæði lið ætla sér að skora mikið af mörkum annað kvöld Varnarmaðurinn sterki Auðunn Helgason hjá Íslandsmeisturum FH á von á því að spila sinn fyrsta leik eftir meiðsli gegn KF Nörd þegar liðin eigast við á Laugardalsvellinum annað kvöld. Auðunn á ekki von á því að fá sæti í byrjunarliðinu en segir ekki koma til greina að láta nördana skora hjá sér meðan hann er innan vallar. Auðunn segist óðum vera að koma til eftir erfið meiðsli og var raunar ný kominn af síðustu æfingu FH á tímabilinu þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. "Ég á nú ekki von á því að verða í byrjunarliðinu á morgun, en annars verður byrjunarliðið ekkert kynnt fyrr en skömmu fyrir leik. Það ríkir nokkur leynd yfir þessu hjá okkur líkt og með þessi tromp sem KF Nörd segist vera með uppi í erminni og það kæmi mér ekki á óvart þó þeir hefðu narrað gamla landsliðsmenn til liðs við sig. Við sjálfir erum nú líka með nokkur góð tromp og ég get til að mynda lofað að markvörður okkar á ekki eftir að valda vonbrigðum á morgun," sagði Auðunn, en Daði Lárusson er sem kunnugt er á ferðalagi með íslenska landsliðinu. Auðunn segir að mikil einbeiting sé í hóp FH fyrir leikinn, en viðurkennir að Íslandsmeistararnir búi ekki við sömu lúxusaðstöðu og lið njarða. "Ég frétti að liðsmenn KF Nörd myndu gista á Hótel Nordica í nótt og borðuðu svo fínan morgunverð á Vox í fyrramálið. Svo hafa þeir verið að fá að fara í nudd og svona dúllerí, þannig að það væsir ekki um þá. Við hérna hjá FH erum bara vinnandi menn og erum bara áhugamenn við hliðina á svona mönnum. Það er greinilega mikið lagt í þetta hjá þeim," sagði Auðunn. En eru FH-ingar búnir að leggja línurnar fyrir morgundaginn, líkt og nördarnir sem ætla sér að skora mörg mörk. "Jú, við ætlum sömuleiðis að skora mörg mörk á morgun, en við ætlum líka að halda hreinu," sagði Auðunn og bætti því við að hann mætti ekki vera að því að spjalla því hann þyrfti að fara snemma að sofa fyrir átökin annað kvöld. Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Varnarmaðurinn sterki Auðunn Helgason hjá Íslandsmeisturum FH á von á því að spila sinn fyrsta leik eftir meiðsli gegn KF Nörd þegar liðin eigast við á Laugardalsvellinum annað kvöld. Auðunn á ekki von á því að fá sæti í byrjunarliðinu en segir ekki koma til greina að láta nördana skora hjá sér meðan hann er innan vallar. Auðunn segist óðum vera að koma til eftir erfið meiðsli og var raunar ný kominn af síðustu æfingu FH á tímabilinu þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. "Ég á nú ekki von á því að verða í byrjunarliðinu á morgun, en annars verður byrjunarliðið ekkert kynnt fyrr en skömmu fyrir leik. Það ríkir nokkur leynd yfir þessu hjá okkur líkt og með þessi tromp sem KF Nörd segist vera með uppi í erminni og það kæmi mér ekki á óvart þó þeir hefðu narrað gamla landsliðsmenn til liðs við sig. Við sjálfir erum nú líka með nokkur góð tromp og ég get til að mynda lofað að markvörður okkar á ekki eftir að valda vonbrigðum á morgun," sagði Auðunn, en Daði Lárusson er sem kunnugt er á ferðalagi með íslenska landsliðinu. Auðunn segir að mikil einbeiting sé í hóp FH fyrir leikinn, en viðurkennir að Íslandsmeistararnir búi ekki við sömu lúxusaðstöðu og lið njarða. "Ég frétti að liðsmenn KF Nörd myndu gista á Hótel Nordica í nótt og borðuðu svo fínan morgunverð á Vox í fyrramálið. Svo hafa þeir verið að fá að fara í nudd og svona dúllerí, þannig að það væsir ekki um þá. Við hérna hjá FH erum bara vinnandi menn og erum bara áhugamenn við hliðina á svona mönnum. Það er greinilega mikið lagt í þetta hjá þeim," sagði Auðunn. En eru FH-ingar búnir að leggja línurnar fyrir morgundaginn, líkt og nördarnir sem ætla sér að skora mörg mörk. "Jú, við ætlum sömuleiðis að skora mörg mörk á morgun, en við ætlum líka að halda hreinu," sagði Auðunn og bætti því við að hann mætti ekki vera að því að spjalla því hann þyrfti að fara snemma að sofa fyrir átökin annað kvöld.
Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira