Erlent

Vilja ekki að öryggisráð Sþ ræði kjarnorkutilraunir

Kínverjar eru andvígir því að fyrirhugaðar tilraunir Norður-Kóreumanna með kjarnorkuvopn verði teknar upp í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.

Stjórnvöld í Pjongjang greindu frá því í gær að þau hyggðu á slíkar tilraunir á næstunni. Bandaríkjamenn, Japanar og Frakkar hafa fordæmt ákvörðunina og vilja ræða aðgerðir, en Kínverjar, sem eru nánast einu bandamenn Norður-Kóreu leggja áherslu á að svonefndum sex ríkja viðræðum verði haldið áfram. Shinzo Abe, nýkjörinn forsætisráðherra Japans heldur til Kína og Suður-Kóreu um helgina og er líklegt að kjarnorkudeilan verði ofarlega á baugi í þeirri ferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×