Eins manns fjölmiðlastofnun 4. október 2006 14:25 Fjölmiðlar liggja yfir því sem er misjafnt í fari fólks. Því er auðvitað furðulegt að þeir séu svo viðkvæmir fyrir sjálfum sér. Margir blaðamenn reiðast mjög þegar fundið er að verkum þeirra. Kannski hefur það eitthvað með hégómleika að gera - hann er mjög ríkur í fari blaðamanna. Því er ekki að undra að Ólafur Teitur Guðnason sé með óvinsælustu mönnum í íslenskri fjölmiðlastétt. Ég þekki margt fólk sem umhverfist þegar hann er nefndur á nafn. Ólafur Teitur hefur tekið að sér það fremur vanþakkláta hlutverk að rýna í íslenska fjölmiðla til að finna vitleysur, staðlausa stafi, léleg vinnubrögð. Stundum spyr ég mig hvernig maðurinn nenni þessu - varla hefur hann tíma fyrir margt annað - en kannski má segja að með þessari kleppsvinnu sé Ólafur Teitur orðinn að eins manns fjölmiðlastofnun. "Fagleg" umræða um fjölmiðlun er oft á tíðum mjög leiðinleg, sérstaklega þegar hún verður mjög fræðileg. En það má Ólafur Teitur eiga að pistlar hans eru skemmtilega skrifaðir. Þeir eru mátulega ögrandi; hann er einn af þeim mönnum sem er hressandi að vera ósammála þegar þannig ber undir. Þess vegna gleypir maður í sig pistla Ólafs Teits þegar þeir birtast í Viðskiptablaðinu hvern föstudag. Það er líka mjög hentugt að fá þá á bók - þetta er prýðilegt yfirlit yfir það sem var að gerast í fjölmiðlum það árið. Greining Ólafs Teits á straumum í fjölmiðlum árið 2005 er að mörgu leyti ágæt. Það er alveg rétt hjá honum að Fréttablaðið flækti sig alltof mikið í hagsmuni eigenda sinna, meðvitað og ómeðvitað - oft á tíðum var eins og blaðamennirnir sæju það ekki sjálfir. Eða kannski settu þeir undir sig hausinn í afneitun? Framganga DV á árinu var einhver ljótasti kaflinn í sögu íslenskra blaðamennsku. DV var á þessum tíma hreinræktað sorpblað sem keppti við það versta á því sviði í útlöndum. Ólafur Teitur skrifar reyndar ekki svo mikið um DV - kallar það "fáránlegt skaðræðisblað" og álítur fyrir neðan virðingu sína að fjalla um það. Ég hef áður skrifað um byrgishugarfarið sem virtist ríkja á DV undir stjórn Mikaels Torfasonar og Jónasar Kristjánssonar. Það er eiginlega ráðgáta hvernig mönnum datt í hug að halda úti svona blaði. Fyrir Ólafi Teiti er Morgunblaðið nokkurs konar mælistika á góð vinnubrögð. Hann endurtekur nokkrum sinnum hversu vandað Morgunblaðið sé. Þetta er kannski helsti gallinn á greiningu hans. Hann sér í gegnum fingur sér við hversu einkennilegur fjölmiðill Mogginn er oft á tíðum. Blaðið fer kannski ekki vitlaust með staðreyndir, en kýs að þegja um sum mál, leggur mjög skrítnar áherslur í öðrum - vegna hagsmuna, misskilinnar velsæmiskenndar og sumpart vegna ritstjóra sem verður æ sérvitrari með árunum. Vesta útreið í bókinni fá fréttaskýringar Sigríðar Daggar Auðunsdóttur um einkavæðingu bankanna sem birtust í Fréttablaðinu síðastliðið sumar, en voru svo sérstaklega verðlaunaðar af Blaðamannafélagi Íslands í vetur. Ólafur Teitur segir að verðlaunaveiting þessi sé "áskorun um að heiðarleg gildi verði að engu höfð". Um greinaflokkinn sjálfar notar hann orð eins og "ritstuld, fals, ósvífni, blekkingar." Sjálfur fór ég af landi brott eftir að fyrsta grein Sigríðar birtist og missti alveg af umræðunni sem spannst á eftir. Fannst á sínum tíma að fyrsta greinin lofaði nokkuð góðu. En svo virðist hafa syrt í álinn. Mistökin voru kannski þau að farið var af stað með miklum látum - boðaður heill greinaflokkur um stórt spillingarmál. En málið hafði greinilega ekki verið rannsakað ofan í kjölinn þegar farið var af stað. Því er kannski ekki furða þótt Fréttablaðið lenti í vandræðum. Síðari greinarnar voru skrifaðar í óðagoti - og, eins og Ólafur Teitur bendir á, að miklu leyti upp úr skýrslu frá Ríkisendurskoðun. Fréttir af þessu tagi þarf náttúrlega að margtékka. Rétt eins og menn þurfa að kunna almennilega á klukku þegar þeir flytja fréttir sem geta nánast fellt heila ríkisstjórn. Ólafur Teitur gengur gegn útbreiddum skoðunum i fjölmiðlum á Íslandi. Hann leynir því ekki að hann er grjótharður hægrimaður - þeir eru vissulega ekki fjölmennir í fjölmiðlunum hér. Það er ekkert launungarmál að fjölmiðlamenn hneigjast almennt fremur til vinstri. Hann veltir mikið fyrir sér hvaða fjölmiðlar dragi taum hvaða stjórnmálaafla - segir í bókinni að hann treysti sér til að greina það á augabragði. Ólafur Teitur er afskaplega fundvís á vinstri slagsíðu. En þegar slagsíðan er til hægri er skynjun hans ekki alveg jafn næm. Hann nefnir til dæmis ekki að Morgunblaðið eftir brotthvarf Matthíasar hefur aftur verið að þróast í að verða flokksmálgagn fyrir Sjálfstæðisflokkinn - einkum og sérílagi eftir skotgrafahernaðinn um fjölmiðlafrumvarpið í hittifyrra. Þá er líka spurning hvert Fréttablaðið er að þróast undir félögunum Þorsteini Pálssyni og Ara Edwald. Blaðið var til skamms tíma augljóslega hallt undir Samfylkinguna - kannski sumpart vegna þess að það hentaði eigendunum um hríð. En er ekki ljóst að þeir standa nú í stórfelldri sáttagjörð við Sjálfstæðisflokkinn? Ég held að sé óhætt að fullyrða að þar slá hjörtu eigendanna. Stöndum við þá brátt frammi fyrir því að öll dagblöðin verði fjarska holl yfirvöldum? Ég verð að viðurkenna að ég sakna DV - eða réttar sagt þess sem DV hefði getað orðið og var í eina tíð. Það vantar óþekktina í blöðin, þau eru of bragðdauf og stofnanaholl - leyfist manni að segja leiðinleg? Stjórnmálaskrifin eru oft eins og einkasendibréf til ráðamanna - maður þarf að breita kremlólógíu til að skilja bofs. Fréttirnar eru iðulega eins og samtal milli hagsmunaaðila - ef einhver segir eitthvað getur maður verið viss um að annar fái að segja þveröfugt daginn eftir. Þannig er hægt að halda áfram þrasi mánuðum saman um hvort skattar hafi lækkað eða hækkað, um tekjutengingar og launamun kynjanna - án þess að maður sé nokkru nær. Stundum heyrir maður að það sé ekki við hæfi að blaðamenns gagnrýni aðra blaðamenn - að þeir eigi að standa saman. Það er auðvitað fásinna. Við tilheyrum ekki gildi eins og iðnaðarmenn á miðöldum. Blaðamenn eru fólk með ólíkar skoðanir og þeir finna sér stað á ólíkum fjölmiðlum. Fjölmiðlum er líka mjög gjarnt að setja sig á háan hest, telja sig fjarska mikilvæga- fáir hafa betra af því að fá á baukinn en þeir sem hafa svo útblásið sjálf. Þetta getur reyndar verið erfitt þegar sömu aðilar eiga flestalla fjölmiðla. Deilur milli hæða í Skaftahlíð 24 geta virst dálítið spaugilegar. En þess vegna er Ólafur Teitur að vinna mikilvægt starf í sínu horni. Mætti jafnvel hugsa sér að fleiri fylgdu í kjölfarið - til dæmis einhver vinstri maður sem væri jafn næmur á hægri slagsíðu og Ólafur Teitur á það sem hallast til vinstri. Svo er margt annað í pistlum Ólafs en hér er vikið að. Honum er til dæmis mjög í nöp við hræðsluáróðurinn sem tröllríður fjölmiðlunum og hefur ekki síst verið að birtast í linnulausum fréttum af fuglaflensu. Raunar hef ég fyrir satt að sé ákveðinn kvóti á svona fréttum í fjölmiðlum, fréttum sem segja frá því að við missum öll heilsuna og deyja innan skamms. Þannig eru krabbameinsvaldarnir orðnir fleiri en tárum taki - og óbeinar reykingar alveg bráðdrepandi. Þannig koma fjölmiðlarnir okkur úr jafnvægi á tímum þegar við höfum aldrei búið við meira öryggi. Og stjórnmálamennirnir spila með - þannig geta þeir látið líta út fyrir að þeir séu að passa okkur öll. Greinin birtist áður í tímaritinu Þjóðmálum, 2. hefti, 2. árg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Fjölmiðlar liggja yfir því sem er misjafnt í fari fólks. Því er auðvitað furðulegt að þeir séu svo viðkvæmir fyrir sjálfum sér. Margir blaðamenn reiðast mjög þegar fundið er að verkum þeirra. Kannski hefur það eitthvað með hégómleika að gera - hann er mjög ríkur í fari blaðamanna. Því er ekki að undra að Ólafur Teitur Guðnason sé með óvinsælustu mönnum í íslenskri fjölmiðlastétt. Ég þekki margt fólk sem umhverfist þegar hann er nefndur á nafn. Ólafur Teitur hefur tekið að sér það fremur vanþakkláta hlutverk að rýna í íslenska fjölmiðla til að finna vitleysur, staðlausa stafi, léleg vinnubrögð. Stundum spyr ég mig hvernig maðurinn nenni þessu - varla hefur hann tíma fyrir margt annað - en kannski má segja að með þessari kleppsvinnu sé Ólafur Teitur orðinn að eins manns fjölmiðlastofnun. "Fagleg" umræða um fjölmiðlun er oft á tíðum mjög leiðinleg, sérstaklega þegar hún verður mjög fræðileg. En það má Ólafur Teitur eiga að pistlar hans eru skemmtilega skrifaðir. Þeir eru mátulega ögrandi; hann er einn af þeim mönnum sem er hressandi að vera ósammála þegar þannig ber undir. Þess vegna gleypir maður í sig pistla Ólafs Teits þegar þeir birtast í Viðskiptablaðinu hvern föstudag. Það er líka mjög hentugt að fá þá á bók - þetta er prýðilegt yfirlit yfir það sem var að gerast í fjölmiðlum það árið. Greining Ólafs Teits á straumum í fjölmiðlum árið 2005 er að mörgu leyti ágæt. Það er alveg rétt hjá honum að Fréttablaðið flækti sig alltof mikið í hagsmuni eigenda sinna, meðvitað og ómeðvitað - oft á tíðum var eins og blaðamennirnir sæju það ekki sjálfir. Eða kannski settu þeir undir sig hausinn í afneitun? Framganga DV á árinu var einhver ljótasti kaflinn í sögu íslenskra blaðamennsku. DV var á þessum tíma hreinræktað sorpblað sem keppti við það versta á því sviði í útlöndum. Ólafur Teitur skrifar reyndar ekki svo mikið um DV - kallar það "fáránlegt skaðræðisblað" og álítur fyrir neðan virðingu sína að fjalla um það. Ég hef áður skrifað um byrgishugarfarið sem virtist ríkja á DV undir stjórn Mikaels Torfasonar og Jónasar Kristjánssonar. Það er eiginlega ráðgáta hvernig mönnum datt í hug að halda úti svona blaði. Fyrir Ólafi Teiti er Morgunblaðið nokkurs konar mælistika á góð vinnubrögð. Hann endurtekur nokkrum sinnum hversu vandað Morgunblaðið sé. Þetta er kannski helsti gallinn á greiningu hans. Hann sér í gegnum fingur sér við hversu einkennilegur fjölmiðill Mogginn er oft á tíðum. Blaðið fer kannski ekki vitlaust með staðreyndir, en kýs að þegja um sum mál, leggur mjög skrítnar áherslur í öðrum - vegna hagsmuna, misskilinnar velsæmiskenndar og sumpart vegna ritstjóra sem verður æ sérvitrari með árunum. Vesta útreið í bókinni fá fréttaskýringar Sigríðar Daggar Auðunsdóttur um einkavæðingu bankanna sem birtust í Fréttablaðinu síðastliðið sumar, en voru svo sérstaklega verðlaunaðar af Blaðamannafélagi Íslands í vetur. Ólafur Teitur segir að verðlaunaveiting þessi sé "áskorun um að heiðarleg gildi verði að engu höfð". Um greinaflokkinn sjálfar notar hann orð eins og "ritstuld, fals, ósvífni, blekkingar." Sjálfur fór ég af landi brott eftir að fyrsta grein Sigríðar birtist og missti alveg af umræðunni sem spannst á eftir. Fannst á sínum tíma að fyrsta greinin lofaði nokkuð góðu. En svo virðist hafa syrt í álinn. Mistökin voru kannski þau að farið var af stað með miklum látum - boðaður heill greinaflokkur um stórt spillingarmál. En málið hafði greinilega ekki verið rannsakað ofan í kjölinn þegar farið var af stað. Því er kannski ekki furða þótt Fréttablaðið lenti í vandræðum. Síðari greinarnar voru skrifaðar í óðagoti - og, eins og Ólafur Teitur bendir á, að miklu leyti upp úr skýrslu frá Ríkisendurskoðun. Fréttir af þessu tagi þarf náttúrlega að margtékka. Rétt eins og menn þurfa að kunna almennilega á klukku þegar þeir flytja fréttir sem geta nánast fellt heila ríkisstjórn. Ólafur Teitur gengur gegn útbreiddum skoðunum i fjölmiðlum á Íslandi. Hann leynir því ekki að hann er grjótharður hægrimaður - þeir eru vissulega ekki fjölmennir í fjölmiðlunum hér. Það er ekkert launungarmál að fjölmiðlamenn hneigjast almennt fremur til vinstri. Hann veltir mikið fyrir sér hvaða fjölmiðlar dragi taum hvaða stjórnmálaafla - segir í bókinni að hann treysti sér til að greina það á augabragði. Ólafur Teitur er afskaplega fundvís á vinstri slagsíðu. En þegar slagsíðan er til hægri er skynjun hans ekki alveg jafn næm. Hann nefnir til dæmis ekki að Morgunblaðið eftir brotthvarf Matthíasar hefur aftur verið að þróast í að verða flokksmálgagn fyrir Sjálfstæðisflokkinn - einkum og sérílagi eftir skotgrafahernaðinn um fjölmiðlafrumvarpið í hittifyrra. Þá er líka spurning hvert Fréttablaðið er að þróast undir félögunum Þorsteini Pálssyni og Ara Edwald. Blaðið var til skamms tíma augljóslega hallt undir Samfylkinguna - kannski sumpart vegna þess að það hentaði eigendunum um hríð. En er ekki ljóst að þeir standa nú í stórfelldri sáttagjörð við Sjálfstæðisflokkinn? Ég held að sé óhætt að fullyrða að þar slá hjörtu eigendanna. Stöndum við þá brátt frammi fyrir því að öll dagblöðin verði fjarska holl yfirvöldum? Ég verð að viðurkenna að ég sakna DV - eða réttar sagt þess sem DV hefði getað orðið og var í eina tíð. Það vantar óþekktina í blöðin, þau eru of bragðdauf og stofnanaholl - leyfist manni að segja leiðinleg? Stjórnmálaskrifin eru oft eins og einkasendibréf til ráðamanna - maður þarf að breita kremlólógíu til að skilja bofs. Fréttirnar eru iðulega eins og samtal milli hagsmunaaðila - ef einhver segir eitthvað getur maður verið viss um að annar fái að segja þveröfugt daginn eftir. Þannig er hægt að halda áfram þrasi mánuðum saman um hvort skattar hafi lækkað eða hækkað, um tekjutengingar og launamun kynjanna - án þess að maður sé nokkru nær. Stundum heyrir maður að það sé ekki við hæfi að blaðamenns gagnrýni aðra blaðamenn - að þeir eigi að standa saman. Það er auðvitað fásinna. Við tilheyrum ekki gildi eins og iðnaðarmenn á miðöldum. Blaðamenn eru fólk með ólíkar skoðanir og þeir finna sér stað á ólíkum fjölmiðlum. Fjölmiðlum er líka mjög gjarnt að setja sig á háan hest, telja sig fjarska mikilvæga- fáir hafa betra af því að fá á baukinn en þeir sem hafa svo útblásið sjálf. Þetta getur reyndar verið erfitt þegar sömu aðilar eiga flestalla fjölmiðla. Deilur milli hæða í Skaftahlíð 24 geta virst dálítið spaugilegar. En þess vegna er Ólafur Teitur að vinna mikilvægt starf í sínu horni. Mætti jafnvel hugsa sér að fleiri fylgdu í kjölfarið - til dæmis einhver vinstri maður sem væri jafn næmur á hægri slagsíðu og Ólafur Teitur á það sem hallast til vinstri. Svo er margt annað í pistlum Ólafs en hér er vikið að. Honum er til dæmis mjög í nöp við hræðsluáróðurinn sem tröllríður fjölmiðlunum og hefur ekki síst verið að birtast í linnulausum fréttum af fuglaflensu. Raunar hef ég fyrir satt að sé ákveðinn kvóti á svona fréttum í fjölmiðlum, fréttum sem segja frá því að við missum öll heilsuna og deyja innan skamms. Þannig eru krabbameinsvaldarnir orðnir fleiri en tárum taki - og óbeinar reykingar alveg bráðdrepandi. Þannig koma fjölmiðlarnir okkur úr jafnvægi á tímum þegar við höfum aldrei búið við meira öryggi. Og stjórnmálamennirnir spila með - þannig geta þeir látið líta út fyrir að þeir séu að passa okkur öll. Greinin birtist áður í tímaritinu Þjóðmálum, 2. hefti, 2. árg.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun