Erlent

Njósnahnettir sjá sprengjuundirbúning í N-Kóreu

Bandarískir njósnagervihnettir hafa séð óvenjulega umferð á nokkrum stöðum sem Norður-Kórea gæti notað til þess að sprengja tilraunakjarnorkusprengju eins og þeir tilkynntu í gær að þeir ætlauðu gera.

Embættismaður í bandaríska varnarmálaráðuneytinu, sagði Reuters fréttastofunni að þeir hefðu séð óvenjulega umferð farartækja og annað sem gæti bent til þess, að verið sé að undirbúa sprengingu þó ekki væri hægt að slá því föstu að svo væri.

Þjóðir um allan heim hafa fordæmt yfirlýsingu Norður-Kóreu frá því í gær. Bandaríkjamenn, Japanar og Frakkar hafa fordæmt hana og vilja ræða aðgerðir, en Kínverjar, sem eru nánast einu bandamenn Norður-Kóreu, vilja ekki að málið verði tekið upp í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þeir leggja áherslu á að svonefndum sex ríkja viðræðum verði haldið áfram.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×