Erlent

Hleranir áfram leyfðar

Bandarísk stjórnvöld geta áfram stundað hleranir án sérstakrar heimildar á meðan áfrýjun bandaríska dómsmálaráðuneytisins vegna banns á þeim hefur ekki verið tekin fyrir. Þetta var niðurstaða áfrýjunarréttar í Cincinnati í dag.

Dómstóll í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu fyrir nokkru að hleranir leyniþjónustu og löggæsluyfirvalda, sem miði að því að hafa hendur í hári hryðjuverkamanna, séu ólöglegar þar sem ekki hafi fengist heimildir.

Dómari hafði í síðustu viku neitað óskum um að hleranir yrðu áfram leyfðar þar til málið yrði tekið fyrir hjá áfrýjunardómstól. Búist er við að þetta mál fari að endingu fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna en það getur tekið nokkurn tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×