Erlent

Hópur sjakala réðst á þorp í Indlandi

Flytja þurfti 35 manns á sjúkrahús eftir að hópur af sjakölum réðst á þorp, í Austur-Indlandi, í gær. Sjakalar eru af hundaætt og einstaka sinnum hefur sultur rekið einn og einn þeirra inn í bæi að leit að mat.

Það er hinsvegar mjög sjaldgæft að þeir ráðist á fólk og enginn fordæmi fyrir því að þeir hópi sig til árásar á heilt þorp. Íbúarnir vörðust sem best þeir gátu, en fjölmargir þeirra voru bitnir, og þrjátíu og fimm voru svo illa sárir að það þurfti að flytja þá á sjúkrahús.

Ekkert fengu sjakalarnir þó í matinn, því íbúarnir réðust alltaf fram til að skakka leikin, ef kvikindunum tókst að fella einhvern nágranna þeirra til jarðar. Að lokum gáfust sjakalarnir upp og hurfu á braut. Veiðimenn verða sendir til þess að elta þá uppi og skjóta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×