Erlent

OPEC hækkar verð á olíu

OPEC olíuframleiðsluríkin ætla að minnka framleiðslu sína um eina milljón tunna á dag, eins fljótt og unnt er, til þess að þrýsta verðinu upp á nýjan leik.

Í sumar var verðið komið upp í rúmlega 78 dollara fyrir tunnuna. Það hefur hinsvegar verið að lækka undanfarið og var í gær komið niður í 58 dollara fyrir tunnuna. Þegar þær fregnir bárust í dag að OPEC ríkin ætluðu að draga úr framleiðslunni, stökk verðið strax uppfyrir sextíu dollara.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×