Erlent

Standa vörð um Íran

Rússar og Kínverjar eru sammála um að ekkert þýði að beita Írana valdi eða hóta valdbeitingu, til þess að fá þá ofan af kjarnorkuáætlunum sínum.

Aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands sagði, í dag, að löndin tvö væru sammála um að slíkt væri óásættanlegt. Ekkert þýði að reyna að stilla Írönum upp við vegg. Vesturlönd og Kínverjar og Rússar hafa í meira en ár reynt að fá Írana til þess að hætta auðgun úrans, en án árangurs.

Vestræn ríki eru sum þeirrar skoðunar að rétt sé að beita Írana alþjóðlegum refsiaðgerðir, en Rússar og Kínverjar verið á móti því, eins og rússneski ráðherrann ítrekaði í dag.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×