Erlent

Enn logar í eiturefnaverksmiðju

Búið er að flytja um 17 þúsund manns frá heimilum sínum í smábæ í Norður-Karólínu ríki í Bandaríkjunum í dag vegna stórbruna í efnaverksmiðju í bænum. Efnaúrgangur er brotinn niður í verksmiðjunni og urðu á bilinu 20 til 30 sprengingar í henni í nótt. 18 slösuðust, þar á meðal lögreglu- og slökkviliðsmaður.

Gult eiturefnaský lagðist yfir nágrenni verksmiðjunnar í nótt en rannsóknir dagsins benda til þess að bráða hættu stafi ekki af þeim gufum. Talið er að það taki nokkra daga að slökkva eldana sem loga í verksmiðjunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×