Erlent

Geimrusl gerði gat á geimferju

MYND/AP

Geimrusl gerði gat á bandarísku geimferjuna Atlantis þegar hún var á ferð um geiminn í 12 daga. Á leið sinni fóru geimfararnir um borð í Alþjóðlegum geimstöðina og hófu á ný framkvæmdir við hana. Fulltrúar Bandarísku geimferðastofnunarinnar, NASA, greindu frá því í dag að rusl sem komst nærri flauginni á leið hennar til jarðar hafi gert gat á hlífar á kæli.

NASA hefur lagt mikla áherslu á að koma í veg fyrir að geimrusl geti valdið skemmdu síðan geimferjan Kólumbía fórst í febrúar 2003. Þá losnaði einangrunarplast af eldsneytisgeymi þegar flauginni var skotið á loft, en við það kom gat á hitahlíf flaugarinnar með fyrrgreindum afleiðingum á leið hennar til jarðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×