Erlent

Vilja refsiaðgerðir

Kínverjar hafa í gegnum tíðina verið nánustu samstarfsmenn Norður-Kóreu, veitt landinu ýmiss konar aðstoð og varið það út á við. Eftir kjarnorkutilraunina virðist þolinmæðin þó á þrotum og Kim Jong-Il hefur misst sinn eina vin í veröldinni. Viðbrögð alþjóðasamfélagsins hafa enda verið á einn veg: alger fordæming.

Kallað hefur verið eftir hörðum viðbrögðum Sameinuðu þjóðanna, en þau fimm ríki sem fara með neitunarvald í öryggisráðinu eru að vinna í að koma sér saman um ályktun sem allir geta sætt sig við. Forsætisráðherra Japans hefur lýst því yfir að þrátt fyrir breytta stöðu öryggismála í Suðaustur-Asíu, komi ekki til greina að Japanir komi sér upp kjarnorkuvopnum.

Þórunn Sveinbjarnardóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í utanríkismálanefnd, hefur óskað eftir því við Halldór Blöndal, formann nefndarinnar, að utanríkisráðherra verði fenginn á fund til þess að ræða tilraunasprengingu N-Kóreustjórnar og stöðu kjarnorkuvígbúnaðar í heiminum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×