Erlent

Morðingja Lennons synjað um reynslulausn

Mark Chapman, morðingja Johns Lennons hefur verið synjað um reynslulausn, í fjórða skipti. Chapman, sem nú er fimmtíu og eins árs gamall, verður að sitja í fangelsi í að minnsta kosti tvö ár í viðbót, áður en hann getur aftur sótt um reynslulausn.

Mark Chapman hefur setið í fangelsi fyrir morðið á bítlinum í tuttugu og fimm ár. Hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi, með rétti til þess að sækja um reynslulausn eftir tuttugu ár. Hann hefur þrisvar áður sótt um reynslulausn.

Nefndin sem tók lausnarbeiðni hans fyrir, að þessu sinni, sagði að þótt hann hafi lagast vel að fangelsisvistinni, hafi brot hans verið svo ofbeldisfullt að það væri ekki í þágu samfélagsins að láta hann lausan að svo komnu máli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×