Hagkerfi á fleygiferð 5. október 2006 21:00 Hvernig er hægt að ná óhreyfðri mynd af hagkerfi á fleygiferð? Landslag efnahagslífsins hefur gerbreytzt á fáeinum árum og heldur áfram að breytast bókstaflega frá degi til dags. Nú heyrist enginn lengur lýsa sjávarútvegi sem undirstöðu efnahagslífsins, skárra væri það, enda minnkaði hlutdeild útvegsins í landsframleiðslunni úr 15% 1990 í 7% 2005. Á sama tíma hefur skerfur fjármálaþjónustu til landsframleiðslunnar aukizt úr 18% í 24%. Samt halda heilir stjórnmálaflokkar - og Morgunblaðið! - áfram að berjast gegn umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu með þeim höfuðrökum, að aðild að Sambandinu samrýmist ekki hagsmunum sjávarútvegsins. Um hitt er ekki skeytt, að aðild Íslands að ESB og upptaka evrunnar hér myndu styrkja til muna samkeppnisstöðu banka og annarra fjármálafyrirtækja og viðskiptavina þeirra með því að minnka vaxtamuninn milli Íslands og annarra landa og draga með því móti úr hættunni, sem fylgir miklum gengissveiflum. Þessum skjótu umskiptum í atvinnusamsetningu efnahagslífsins hefur fylgt talsvert umrót og rask, en þó ekki atvinnuleysi. Kort af eignarhaldi íslenzkra fyrirtækja úreldast svo að segja samdægurs, því að fyrirtækin og eignarhlutir í þeim eru sífellt að skipta um hendur, svo að fáir hirða um slíka kortagerð. Samt eru of flókin og of náin víxltengsl í eignarhaldi fyrirtækja alvarlegur hættuvaldur í efnahagslífi þjóðar, því að of flókin og náin tengsl draga úr viðnámsþrótti fyrirtækjanna frammi fyrir skakkaföllum. Ef einu fyrirtæki hlekkist á og það er tengt öðrum fyrirtækjum of nánum böndum, þá geta þau dregið hvert annað með sér niður í fallinu. Óljós og síbreytileg eignatengsl torvelda heilbrigðiseftirlit almannavaldsins á vettvangi efnahagslífsins. Það hefur því ekki verið alls kostar auðvelt að gera sér skýra grein fyrir ástandi efnahagsmálanna undangengin misseri. Rykið þarf að setjast og sæmileg kyrrð þarf að komast á, svo að hægt sé að meta stöðuna vandlega, en kyrrðin lætur á sér standa. Þess vegna er að svo stöddu ómögulegt að vita með nokkurri vissu, hvort hagkerfið getur haldið áfram enn um sinn þeirri siglingu, sem það hefur verið á, eða hvort það þarf að hægja á sér - eða siglir í strand. Eitt er þó deginum ljósara. Heimilin og fyrirtækin halda áfram að safna skuldum, svo að engan þarf að undra á uppganginum: bílakaupunum, byggingunum og þannig áfram. Viðskiptahallinn í ár verður meiri en í fyrra, en þá nam hallinn 16% af landsframleiðslu og hafði aldrei verið meiri. Skuldir þjóðarbúsins við útlönd jukust úr 290% af landsframleiðslu í árslok 2005 í 346% um mitt ár 2006, sumpart vegna gengisfalls krónunnar; erlendar eignir jukust mun hægar. Aukning erlendra skulda fyrstu sex mánuði þessa árs nam því röskum helmingi landsframleiðslunnar (56%). Mestur hluti aukningarinnar (37 milljarðar króna af 56) á fyrri hluta ársins var aukning skammtímaskulda, sem falla í gjalddaga innan árs. Skammtímaskuldir þjóðarbúsins við útlönd nema nú 85% af landsframleiðslu borið saman við 18% árið 2000. Mikið verk bíður bankanna, þegar þessar skuldir falla í gjalddaga. Bönkunum hefur til þessa tekizt að endurfjármagna skammtímaskuldir sínar, en það getur orðið þungur róður fyrir þá að velta skuldunum áfram eða breyta þeim í langtímaskuldir. Óvíst er, hvort þeim bjóðast þá sömu kjör og áður. Þessi hætta vofir ávallt yfir þeim, sem fleyta sér áfram á skammtímalánum. Hækkandi vextir á heimsmarkaði hljóta að hækka lántökukostnað Íslendinga erlendis á næstu misserum. Nú ríður á því sem aldrei fyrr, að lánsfénu hafi verið vel varið. Skyndileg aukning skammtímaskulda þjóðarbúsins hefur leitt til þess, að þær námu um mitt þetta ár nær tíföldum gjaldeyrisforða Seðlabankans. Seðlabankinn hefur vanrækt að byggja upp gjaldeyrisforða sinn til mótvægis við aukningu skammtímaskuldanna. Ef erlendir lánardrottnar kippa að sér hendinni og neita að framlengja lán til Íslands eins og gerðist í Taílandi 1997, til þess þarf ekki nema nokkrar neikvæðar umsagnir erlendra bankagreiningardeilda líkt og í vor leið, þá dugir gjaldeyrisforðinn ekki til að greiða nema lítið brot af skuldunum. Þá hrapar gengið. En gengi krónunnar er í öllu falli of hátt skráð eins og viðskiptahallinn og vaxtamunurinn milli Íslands og annarra Evrópulanda bera með sér og hlýtur því að láta undan síga innan tíðar. Hvenær? Það veit enginn. Meira næst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Hvernig er hægt að ná óhreyfðri mynd af hagkerfi á fleygiferð? Landslag efnahagslífsins hefur gerbreytzt á fáeinum árum og heldur áfram að breytast bókstaflega frá degi til dags. Nú heyrist enginn lengur lýsa sjávarútvegi sem undirstöðu efnahagslífsins, skárra væri það, enda minnkaði hlutdeild útvegsins í landsframleiðslunni úr 15% 1990 í 7% 2005. Á sama tíma hefur skerfur fjármálaþjónustu til landsframleiðslunnar aukizt úr 18% í 24%. Samt halda heilir stjórnmálaflokkar - og Morgunblaðið! - áfram að berjast gegn umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu með þeim höfuðrökum, að aðild að Sambandinu samrýmist ekki hagsmunum sjávarútvegsins. Um hitt er ekki skeytt, að aðild Íslands að ESB og upptaka evrunnar hér myndu styrkja til muna samkeppnisstöðu banka og annarra fjármálafyrirtækja og viðskiptavina þeirra með því að minnka vaxtamuninn milli Íslands og annarra landa og draga með því móti úr hættunni, sem fylgir miklum gengissveiflum. Þessum skjótu umskiptum í atvinnusamsetningu efnahagslífsins hefur fylgt talsvert umrót og rask, en þó ekki atvinnuleysi. Kort af eignarhaldi íslenzkra fyrirtækja úreldast svo að segja samdægurs, því að fyrirtækin og eignarhlutir í þeim eru sífellt að skipta um hendur, svo að fáir hirða um slíka kortagerð. Samt eru of flókin og of náin víxltengsl í eignarhaldi fyrirtækja alvarlegur hættuvaldur í efnahagslífi þjóðar, því að of flókin og náin tengsl draga úr viðnámsþrótti fyrirtækjanna frammi fyrir skakkaföllum. Ef einu fyrirtæki hlekkist á og það er tengt öðrum fyrirtækjum of nánum böndum, þá geta þau dregið hvert annað með sér niður í fallinu. Óljós og síbreytileg eignatengsl torvelda heilbrigðiseftirlit almannavaldsins á vettvangi efnahagslífsins. Það hefur því ekki verið alls kostar auðvelt að gera sér skýra grein fyrir ástandi efnahagsmálanna undangengin misseri. Rykið þarf að setjast og sæmileg kyrrð þarf að komast á, svo að hægt sé að meta stöðuna vandlega, en kyrrðin lætur á sér standa. Þess vegna er að svo stöddu ómögulegt að vita með nokkurri vissu, hvort hagkerfið getur haldið áfram enn um sinn þeirri siglingu, sem það hefur verið á, eða hvort það þarf að hægja á sér - eða siglir í strand. Eitt er þó deginum ljósara. Heimilin og fyrirtækin halda áfram að safna skuldum, svo að engan þarf að undra á uppganginum: bílakaupunum, byggingunum og þannig áfram. Viðskiptahallinn í ár verður meiri en í fyrra, en þá nam hallinn 16% af landsframleiðslu og hafði aldrei verið meiri. Skuldir þjóðarbúsins við útlönd jukust úr 290% af landsframleiðslu í árslok 2005 í 346% um mitt ár 2006, sumpart vegna gengisfalls krónunnar; erlendar eignir jukust mun hægar. Aukning erlendra skulda fyrstu sex mánuði þessa árs nam því röskum helmingi landsframleiðslunnar (56%). Mestur hluti aukningarinnar (37 milljarðar króna af 56) á fyrri hluta ársins var aukning skammtímaskulda, sem falla í gjalddaga innan árs. Skammtímaskuldir þjóðarbúsins við útlönd nema nú 85% af landsframleiðslu borið saman við 18% árið 2000. Mikið verk bíður bankanna, þegar þessar skuldir falla í gjalddaga. Bönkunum hefur til þessa tekizt að endurfjármagna skammtímaskuldir sínar, en það getur orðið þungur róður fyrir þá að velta skuldunum áfram eða breyta þeim í langtímaskuldir. Óvíst er, hvort þeim bjóðast þá sömu kjör og áður. Þessi hætta vofir ávallt yfir þeim, sem fleyta sér áfram á skammtímalánum. Hækkandi vextir á heimsmarkaði hljóta að hækka lántökukostnað Íslendinga erlendis á næstu misserum. Nú ríður á því sem aldrei fyrr, að lánsfénu hafi verið vel varið. Skyndileg aukning skammtímaskulda þjóðarbúsins hefur leitt til þess, að þær námu um mitt þetta ár nær tíföldum gjaldeyrisforða Seðlabankans. Seðlabankinn hefur vanrækt að byggja upp gjaldeyrisforða sinn til mótvægis við aukningu skammtímaskuldanna. Ef erlendir lánardrottnar kippa að sér hendinni og neita að framlengja lán til Íslands eins og gerðist í Taílandi 1997, til þess þarf ekki nema nokkrar neikvæðar umsagnir erlendra bankagreiningardeilda líkt og í vor leið, þá dugir gjaldeyrisforðinn ekki til að greiða nema lítið brot af skuldunum. Þá hrapar gengið. En gengi krónunnar er í öllu falli of hátt skráð eins og viðskiptahallinn og vaxtamunurinn milli Íslands og annarra Evrópulanda bera með sér og hlýtur því að láta undan síga innan tíðar. Hvenær? Það veit enginn. Meira næst.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun