Erlent

Mannskæð bílsprengjuárás í Bagdad

Tuttugu létust og 17 særðust þegar tvær bílsprengjur sprungu samtímis í norðurhluta Bagdad í dag. Sprengjurnar sprungu við sólsetur í Írak skömmu fyrir Iftar, en það er þegar múslímar rjúfa föstu sína sem stendur yfir frá sólarupprisu til sólseturs dag hvern í helga mánuðinum Ramadan. Ekki liggur fyrir hverjir stóðu á bak við árásirnar en þær urðu nærri fjölförnum markaði. Bandarískar og írakskar hersveitir hafa skorið upp herör gegn ofbeldi í höfuðborginni en hefur lítið orðið ágegnt til þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×