Hvalveiðar í atvinnuskyni hefjast á ný 17. október 2006 14:02 Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra tilkynnti á Alþingi í dag að atvinnuveiðar á hval yrðu hafnar á ný og að leyfðar yrðu veiðar á 9 langreyðum og 30 hrefnum til viðbótar við þær 39 hrefnur sem veiddar verða í vísindaskyni á yfirstandandi fiskveiðiári. Veiðarnar hefjast á miðnætti. Kom þetta fram í utandagskárumræðu sem efnt var til að frumkvæði Magnúsar Þórs Hafsteinssonar um framtíð hvalveiða við Ísland. Magnús kvaddi sér hljóðs og sagði að hann og formaður Frjálslynda flokksins, Guðjón Arnar Kristjánsson, hefðu orðið vitni að því í morgun þegar Hvalur 9 var leystur frá festum í Reykjavíkurhöfn. „Þetta var söguleg stund," sagði Magnús. Hann sagði alla gera sér grein fyrir hvað væri að gerast en vildi fá staðfestingu á því frá ráðherra. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra steig þá í pontu og tilkynnti að atvinnuveiðar yrðu hafnar á ný á þessu fiskveiðiári. Sagði ráðherra enn fremur að Hafrannsóknastofnun hefði metið það svo að hægt væri að stunda sjálfbærar veiðar á hval með því að veiða um 200 langreyðar og 400 hrefnur á ári. Íslendingar hefðu allar heimildir til veiðanna og þjóðréttarleg staða væri í lagi. Eins og fram hefur komið í fréttum hafa eigendur Hvals hf. búið sig undir veiðar að undanförnu meðal annars með því að senda hvalveiðibátinn Hval 9 í slipp og með því að undirbúa Hvalstöðina í Hvalfirði. Að sögn Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals hf., eru menn klárir í bátana og í morgun og nú eftir hádegið hafa starfsmenn Hvals veriða að prófa gufuvélarnar í Hval 9 með því að sigla í ytri höfninni. Vélarnar hafa ekki verið ræstar frá árinu 1989 þegar hvalveiðum var hætt. Fréttir Hvalveiðar Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra tilkynnti á Alþingi í dag að atvinnuveiðar á hval yrðu hafnar á ný og að leyfðar yrðu veiðar á 9 langreyðum og 30 hrefnum til viðbótar við þær 39 hrefnur sem veiddar verða í vísindaskyni á yfirstandandi fiskveiðiári. Veiðarnar hefjast á miðnætti. Kom þetta fram í utandagskárumræðu sem efnt var til að frumkvæði Magnúsar Þórs Hafsteinssonar um framtíð hvalveiða við Ísland. Magnús kvaddi sér hljóðs og sagði að hann og formaður Frjálslynda flokksins, Guðjón Arnar Kristjánsson, hefðu orðið vitni að því í morgun þegar Hvalur 9 var leystur frá festum í Reykjavíkurhöfn. „Þetta var söguleg stund," sagði Magnús. Hann sagði alla gera sér grein fyrir hvað væri að gerast en vildi fá staðfestingu á því frá ráðherra. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra steig þá í pontu og tilkynnti að atvinnuveiðar yrðu hafnar á ný á þessu fiskveiðiári. Sagði ráðherra enn fremur að Hafrannsóknastofnun hefði metið það svo að hægt væri að stunda sjálfbærar veiðar á hval með því að veiða um 200 langreyðar og 400 hrefnur á ári. Íslendingar hefðu allar heimildir til veiðanna og þjóðréttarleg staða væri í lagi. Eins og fram hefur komið í fréttum hafa eigendur Hvals hf. búið sig undir veiðar að undanförnu meðal annars með því að senda hvalveiðibátinn Hval 9 í slipp og með því að undirbúa Hvalstöðina í Hvalfirði. Að sögn Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals hf., eru menn klárir í bátana og í morgun og nú eftir hádegið hafa starfsmenn Hvals veriða að prófa gufuvélarnar í Hval 9 með því að sigla í ytri höfninni. Vélarnar hafa ekki verið ræstar frá árinu 1989 þegar hvalveiðum var hætt.
Fréttir Hvalveiðar Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Sjá meira