Hvalveiðar í atvinnuskyni hefjast á ný 17. október 2006 14:02 Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra tilkynnti á Alþingi í dag að atvinnuveiðar á hval yrðu hafnar á ný og að leyfðar yrðu veiðar á 9 langreyðum og 30 hrefnum til viðbótar við þær 39 hrefnur sem veiddar verða í vísindaskyni á yfirstandandi fiskveiðiári. Veiðarnar hefjast á miðnætti. Kom þetta fram í utandagskárumræðu sem efnt var til að frumkvæði Magnúsar Þórs Hafsteinssonar um framtíð hvalveiða við Ísland. Magnús kvaddi sér hljóðs og sagði að hann og formaður Frjálslynda flokksins, Guðjón Arnar Kristjánsson, hefðu orðið vitni að því í morgun þegar Hvalur 9 var leystur frá festum í Reykjavíkurhöfn. „Þetta var söguleg stund," sagði Magnús. Hann sagði alla gera sér grein fyrir hvað væri að gerast en vildi fá staðfestingu á því frá ráðherra. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra steig þá í pontu og tilkynnti að atvinnuveiðar yrðu hafnar á ný á þessu fiskveiðiári. Sagði ráðherra enn fremur að Hafrannsóknastofnun hefði metið það svo að hægt væri að stunda sjálfbærar veiðar á hval með því að veiða um 200 langreyðar og 400 hrefnur á ári. Íslendingar hefðu allar heimildir til veiðanna og þjóðréttarleg staða væri í lagi. Eins og fram hefur komið í fréttum hafa eigendur Hvals hf. búið sig undir veiðar að undanförnu meðal annars með því að senda hvalveiðibátinn Hval 9 í slipp og með því að undirbúa Hvalstöðina í Hvalfirði. Að sögn Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals hf., eru menn klárir í bátana og í morgun og nú eftir hádegið hafa starfsmenn Hvals veriða að prófa gufuvélarnar í Hval 9 með því að sigla í ytri höfninni. Vélarnar hafa ekki verið ræstar frá árinu 1989 þegar hvalveiðum var hætt. Fréttir Hvalveiðar Innlent Stj.mál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Fluttir á sjúkrahús eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra tilkynnti á Alþingi í dag að atvinnuveiðar á hval yrðu hafnar á ný og að leyfðar yrðu veiðar á 9 langreyðum og 30 hrefnum til viðbótar við þær 39 hrefnur sem veiddar verða í vísindaskyni á yfirstandandi fiskveiðiári. Veiðarnar hefjast á miðnætti. Kom þetta fram í utandagskárumræðu sem efnt var til að frumkvæði Magnúsar Þórs Hafsteinssonar um framtíð hvalveiða við Ísland. Magnús kvaddi sér hljóðs og sagði að hann og formaður Frjálslynda flokksins, Guðjón Arnar Kristjánsson, hefðu orðið vitni að því í morgun þegar Hvalur 9 var leystur frá festum í Reykjavíkurhöfn. „Þetta var söguleg stund," sagði Magnús. Hann sagði alla gera sér grein fyrir hvað væri að gerast en vildi fá staðfestingu á því frá ráðherra. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra steig þá í pontu og tilkynnti að atvinnuveiðar yrðu hafnar á ný á þessu fiskveiðiári. Sagði ráðherra enn fremur að Hafrannsóknastofnun hefði metið það svo að hægt væri að stunda sjálfbærar veiðar á hval með því að veiða um 200 langreyðar og 400 hrefnur á ári. Íslendingar hefðu allar heimildir til veiðanna og þjóðréttarleg staða væri í lagi. Eins og fram hefur komið í fréttum hafa eigendur Hvals hf. búið sig undir veiðar að undanförnu meðal annars með því að senda hvalveiðibátinn Hval 9 í slipp og með því að undirbúa Hvalstöðina í Hvalfirði. Að sögn Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals hf., eru menn klárir í bátana og í morgun og nú eftir hádegið hafa starfsmenn Hvals veriða að prófa gufuvélarnar í Hval 9 með því að sigla í ytri höfninni. Vélarnar hafa ekki verið ræstar frá árinu 1989 þegar hvalveiðum var hætt.
Fréttir Hvalveiðar Innlent Stj.mál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Fluttir á sjúkrahús eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira