Innlent

ESB fordæmir atvinnuveiðar Íslendinga

MYND/NFS

Evrópusambandið fordæmir nýhafnar hvalveiðar Íslendinga í atvinnuskyni og hvetur stjórnvöld til að endurskoða ákvörðunina. Í tilkynningu frá framkvæmdastjórn sambandsins, sem greint er frá á vef Reuters-fréttastofunnar, segir að hvalir séu viðkvæmur hlekkur lífkeðju hafsins sem þegar sé í hættu vegna veiða og mengunar af mannvöldum.

Ef sambandið fengi að ráða myndu atvinnuveiðar á hval verða bannaðar með öllu. Í frétt Reuters segir að Norðmenn stundi einnig atvinnuveiðar og að þjóðirnar tvær haldi því fram að hvalastofnar hafi náð sér á strik eftir að Alþjóðahvalveiðiráðið bannaði slíkar veiðar árið 1985. Þá er bent á að Japanar stundi einnig hvalveiðar en þær séu í vísindaskyni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×