KR lagði Snæfell í hörkuleik 20. október 2006 21:34 Jeremiah Sola átti ágætan leik hjá KR í kvöld og skoraði 24 stig Mynd/Vilhelm KR byrjaði leiktíðina með sigri í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld þegar liðið lagði Snæfell á heimavelli sínum 83-79. Heimamenn voru yfir nær allan leikinn, en gestirnir komust yfir þegar nokkrar mínútur voru til leiksloka. Þá fékk Hlynur Bæringsson sína fimmtu villu og eftir það gengu KR-ingar á lagið og höfðu sigur. Leikurinn í kvöld var í raun ekki mikið fyrir augað og greinilegt að bæði lið eiga eftir að slípa leik sinn umtalsvert. Á meðan lið Snæfells getur státað af sterkri sveit framvarða, verður það sama ekki sagt um bakverði liðsins. KR-ingar geta þakkað fyrir að hafa náð sigri í kvöld gegn baráttuglöðum Hólmurum en bæði lið eiga mikið inni. Jeremiah Sola var atkvæðamestur í liði KR með 24 stig, Tyson Patterson skoraði 16 stig og gaf 9 stoðsendingar og Fannar Ólafsson skoraði 13 stig og hirti 12 fráköst, en þessi stóri og stæðilegi strákur virtist þó stundum ver meira með hugann við það að nöldra í dómurum. Hlynur Bæringsson var að venju öflugur í liði Snæfells og skoraði 22 stig og hirti 19 fráköst - þar af 11 sóknarfráköst. Það var Hlynur sem skaut Snæfell inn í leikinn þegar 5 mínútur voru eftir þegar hann skoraði þrjár þriggja stiga körfur í röð á skömmum tíma, en fékk svo sína fimmtu villu á klaufalegan hátt og þá var eins og gestirnir misstu móðinn. Sigurður Þorvaldsson skoraði 20 stig og hirti 8 fráköst fyrir Snæfell, Magni Hafsteinsson skoraði 14 stig og hirti 12 fráköst og Jón Jónsson skoraði 13 stig. Leikstjórnandinn Justin Shouse var hreint ekki að gera gott mót hjá Snæfelli og hætt er við því að liðið neyðist til að verða sér út um annan mann til að stjórna sóknarleik sínum ef það ætlar sér að gera einhverja hluti í vetur. Eins og til að kóróna slaka frammistöðu sína í kvöld, misnotaði hann svo vítaskot í blálokin sem hefðu geta jafnað leikinn fyrir gestina. Í Þorlákshöfn áttust við grannarnir Þór og Hamar/Selfoss og þar fór svo að nýliðarnir unnu sigur í sínum fyrsta leik í úrvalsdeildinni 83-79. Dominos-deild karla Innlendar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
KR byrjaði leiktíðina með sigri í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld þegar liðið lagði Snæfell á heimavelli sínum 83-79. Heimamenn voru yfir nær allan leikinn, en gestirnir komust yfir þegar nokkrar mínútur voru til leiksloka. Þá fékk Hlynur Bæringsson sína fimmtu villu og eftir það gengu KR-ingar á lagið og höfðu sigur. Leikurinn í kvöld var í raun ekki mikið fyrir augað og greinilegt að bæði lið eiga eftir að slípa leik sinn umtalsvert. Á meðan lið Snæfells getur státað af sterkri sveit framvarða, verður það sama ekki sagt um bakverði liðsins. KR-ingar geta þakkað fyrir að hafa náð sigri í kvöld gegn baráttuglöðum Hólmurum en bæði lið eiga mikið inni. Jeremiah Sola var atkvæðamestur í liði KR með 24 stig, Tyson Patterson skoraði 16 stig og gaf 9 stoðsendingar og Fannar Ólafsson skoraði 13 stig og hirti 12 fráköst, en þessi stóri og stæðilegi strákur virtist þó stundum ver meira með hugann við það að nöldra í dómurum. Hlynur Bæringsson var að venju öflugur í liði Snæfells og skoraði 22 stig og hirti 19 fráköst - þar af 11 sóknarfráköst. Það var Hlynur sem skaut Snæfell inn í leikinn þegar 5 mínútur voru eftir þegar hann skoraði þrjár þriggja stiga körfur í röð á skömmum tíma, en fékk svo sína fimmtu villu á klaufalegan hátt og þá var eins og gestirnir misstu móðinn. Sigurður Þorvaldsson skoraði 20 stig og hirti 8 fráköst fyrir Snæfell, Magni Hafsteinsson skoraði 14 stig og hirti 12 fráköst og Jón Jónsson skoraði 13 stig. Leikstjórnandinn Justin Shouse var hreint ekki að gera gott mót hjá Snæfelli og hætt er við því að liðið neyðist til að verða sér út um annan mann til að stjórna sóknarleik sínum ef það ætlar sér að gera einhverja hluti í vetur. Eins og til að kóróna slaka frammistöðu sína í kvöld, misnotaði hann svo vítaskot í blálokin sem hefðu geta jafnað leikinn fyrir gestina. Í Þorlákshöfn áttust við grannarnir Þór og Hamar/Selfoss og þar fór svo að nýliðarnir unnu sigur í sínum fyrsta leik í úrvalsdeildinni 83-79.
Dominos-deild karla Innlendar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira