Erlent

Dvínandi stuðningur við Evrópusambandið í Tyrklandi

Undir þriðjungi Tyrkja telur nauðsynlegt fyrir landið að ganga í Evrópusambandið samkvæmt skoðannakönnun sem var birt í gær. Mun þetta vera nýjasta staðfestingin á dvínandi stuðningi á aðildarviðræðum og kemur hún á sama tíma og Evrópusambandið þrýstir á Ankara í forviðræðunum sem nú eiga sér stað. Stuðningur við inngöngu hefur dvínað hratt í Tyrklandi og kvartar almenningur sem og ráðamenn þarlendir yfir því að Evrópusambandið breyti skilyrðum um aðildarviðræður eftir eigin hentugleika.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×