Erlent

Jan Egeland hugsanlega að hætta hjá neyðarhjálp Sameinuðu þjóðanna

Norska dagblaðið Aftenposten segir frá því á vefsíðu sinni að Jan Egeland hafi gefið í skyn að hann muni hætta í starfi sínu sem formaður neyðarhjálpar Sameinuðu þjóðanna. Hann hefur verið í þeirri stöðu síðan 2003 og hefur unnið náið með Kofi Annan, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, sem mun láta af embætti þann 31. desember næstkomandi.

Sagði hann þetta vera vegna fjölskyldu sinnar, sem væri búsett í Noregi. "Vandamál mitt er að bestu staðir í heimi til þess að vinna á eru sennilega utan Noregs, en best er að búa í Noregi" bætti hann enn fremur við. Egeland sagði einnig að eftirminnilegustu verkefni hans hefðu verið hjálparstarfið eftir flóðbylgjuna í Asíu og borgarastyrjöldina í Darfur í Súdan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×