Erlent

Samkomulag um annað ríki en Gvatemala og Venesúela

Hugo Chavez, forseti Venesúela, vill að Bólivía taki sæti í Öryggisráði SÞ.
Hugo Chavez, forseti Venesúela, vill að Bólivía taki sæti í Öryggisráði SÞ. MYND/AP

Fulltrúar Gvatemala og Venesúela hafa komist að samkomulagi um að binda enda á baráttu landanna um sæti til 2 ára í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Eftir er þó að semja um hvaða ríki fái að sækja eitt um sætið sem er annað tvegjga sem tekin eru frá fyrir lönd rómönsku Ameríku. Atkvæða greiðslur á Allsherjarþingi SÞ hófust á ný í dag og engin niðurstaða fengin enda þarf 2/3 atkvæða til að hreppa sætið.

Utanríkisráðherrar Gvatemala og Venesúela ætla að funda í New York á morgun til að reyna að komast að samkomulagi um hvaða ríki skuli sækja um.

Gvatemala nýtur stuðnings bandarískra stjórnvalda en Hugo Chavez, forseti Venesúela, hefur uppskorið andúð George Bush, Bandaríkjaforseta, með þeim ókvæðisorðum sem hann hefur hrópað að Bush.

Chavez hefur sagt Bólivíu koma til greina. Fulltrúar Gvatemala segja ekki koma til greina að Bólívía taki sætið. Önnur ríki sem hafa verið nefnd eru Úrúgvæ, Paragvæ, Kosta Ríka og Dóminíkanska lýðveldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×