Innlent

Valgerður fundaði með Ivanov

MYND/GVA

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra átti í dag fund með rússneskum starfsbróður sínum, Sergei Lavrov, í tengslum við utanríkisráðherrafund Norðurskautsráðsins í Salekhard í Rússlandi.

Ráðherrarnir ræddu einkum viðskipti og viðskiptatengd málefni og lagði utanríkisráðherra áherslu á að Rússar uppfylltu samning þjóðanna um fiskveiðar í Smugunni, en íslenskum skipum hefur gengið erfiðlega að veiða þau 2.700 tonn sem þau eiga rétt á samkvæmt samningnum vegna tafa við útgáfu veiðiheimilda af hálfu rússneskra yfirvalda.

Segir á vef utanríkisráðuneytisins að aðild Rússa að Heimsviðskiptastofnuninni hafi einnig verið rædd og þá voru ráðherrarnir sammála um að auka samskipti þjóðanna á sviði jarðhita. Enn fremur kynnti utanríkisráðherra framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×