Vill burt með rándýr, úrelt og óþarfa stimpilgjöld Bjarki Sigurðsson skrifar 22. september 2024 14:03 Vilhjálmur Árnason ritari Sjálfstæðisflokksins vill burt með stimpilgjöldin. Vísir/Vilhelm Hluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins vill afnema stimpilgjöld við kaup einstaklings á fasteign. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins segir gjöldin úrelt og óþarfa og er bjartsýnn á að það verði samþykkt. Þetta er í tíunda sinn sem frumvarpið er lagt fram. Síðast var það gert í fyrra en það hlaut ekki afgreiðslu. Þá voru fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins á bak við það. Sama fólkið reynir aftur í ár, með þrjá aðra þingmenn flokksins í sínu liði. Fyrsti flutningsmaður er aftur Vilhjálmur Árnason. Hann segir gjöldin úrelt og óþarfi. „Þetta er bara mjög stór partur af þeirra ráðstöfunarfé að þurfa að borga þetta stimpilgjald. Sem við viljum meina að sé þá að hindra eðlileg viðskipti eða eðlilega þróun og hreyfingu á fasteignamarkaðnum,“ segir Vilhjálmur. Gjaldið er 0,8 prósent af fasteignaverði og er oftar en ekki ansi hátt. Af sjötíu milljón króna íbúð greiðast 560 þúsund krónur í stimpilgjald. Hann telur að í þetta tíunda skipti sé kominn tími til að frumvarpið sé samþykkt og er bjartsýnn á að ná því í gegn með auknum liðsauka úr flokknum. „Það hefur kannski bara skort á áherslu til dæmis við kjarasamningsborðið á þetta atriði. Ég tel röðina vera komna að þessu atriði einmitt núna. Það er búið að gera margt annað til að aðstoða húsnæðiskaupendur og forgangsröðunin hefur greinilega verið annarsstaðar. Því miður höfum við þingmenn ekki fengið sæti við kjarasamningsborðið þó að það hafi hellingsáhrif á það sem við þurfum að gera inni á þinginu. Þannig ég vona að fólk sjái mikilvægi þessa núna og setji þetta í forgang,“ segir Vilhjálmur. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Húsnæðismál Fasteignamarkaður Neytendur Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Sjá meira
Þetta er í tíunda sinn sem frumvarpið er lagt fram. Síðast var það gert í fyrra en það hlaut ekki afgreiðslu. Þá voru fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins á bak við það. Sama fólkið reynir aftur í ár, með þrjá aðra þingmenn flokksins í sínu liði. Fyrsti flutningsmaður er aftur Vilhjálmur Árnason. Hann segir gjöldin úrelt og óþarfi. „Þetta er bara mjög stór partur af þeirra ráðstöfunarfé að þurfa að borga þetta stimpilgjald. Sem við viljum meina að sé þá að hindra eðlileg viðskipti eða eðlilega þróun og hreyfingu á fasteignamarkaðnum,“ segir Vilhjálmur. Gjaldið er 0,8 prósent af fasteignaverði og er oftar en ekki ansi hátt. Af sjötíu milljón króna íbúð greiðast 560 þúsund krónur í stimpilgjald. Hann telur að í þetta tíunda skipti sé kominn tími til að frumvarpið sé samþykkt og er bjartsýnn á að ná því í gegn með auknum liðsauka úr flokknum. „Það hefur kannski bara skort á áherslu til dæmis við kjarasamningsborðið á þetta atriði. Ég tel röðina vera komna að þessu atriði einmitt núna. Það er búið að gera margt annað til að aðstoða húsnæðiskaupendur og forgangsröðunin hefur greinilega verið annarsstaðar. Því miður höfum við þingmenn ekki fengið sæti við kjarasamningsborðið þó að það hafi hellingsáhrif á það sem við þurfum að gera inni á þinginu. Þannig ég vona að fólk sjái mikilvægi þessa núna og setji þetta í forgang,“ segir Vilhjálmur.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Húsnæðismál Fasteignamarkaður Neytendur Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Sjá meira