Vill burt með rándýr, úrelt og óþarfa stimpilgjöld Bjarki Sigurðsson skrifar 22. september 2024 14:03 Vilhjálmur Árnason ritari Sjálfstæðisflokksins vill burt með stimpilgjöldin. Vísir/Vilhelm Hluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins vill afnema stimpilgjöld við kaup einstaklings á fasteign. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins segir gjöldin úrelt og óþarfa og er bjartsýnn á að það verði samþykkt. Þetta er í tíunda sinn sem frumvarpið er lagt fram. Síðast var það gert í fyrra en það hlaut ekki afgreiðslu. Þá voru fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins á bak við það. Sama fólkið reynir aftur í ár, með þrjá aðra þingmenn flokksins í sínu liði. Fyrsti flutningsmaður er aftur Vilhjálmur Árnason. Hann segir gjöldin úrelt og óþarfi. „Þetta er bara mjög stór partur af þeirra ráðstöfunarfé að þurfa að borga þetta stimpilgjald. Sem við viljum meina að sé þá að hindra eðlileg viðskipti eða eðlilega þróun og hreyfingu á fasteignamarkaðnum,“ segir Vilhjálmur. Gjaldið er 0,8 prósent af fasteignaverði og er oftar en ekki ansi hátt. Af sjötíu milljón króna íbúð greiðast 560 þúsund krónur í stimpilgjald. Hann telur að í þetta tíunda skipti sé kominn tími til að frumvarpið sé samþykkt og er bjartsýnn á að ná því í gegn með auknum liðsauka úr flokknum. „Það hefur kannski bara skort á áherslu til dæmis við kjarasamningsborðið á þetta atriði. Ég tel röðina vera komna að þessu atriði einmitt núna. Það er búið að gera margt annað til að aðstoða húsnæðiskaupendur og forgangsröðunin hefur greinilega verið annarsstaðar. Því miður höfum við þingmenn ekki fengið sæti við kjarasamningsborðið þó að það hafi hellingsáhrif á það sem við þurfum að gera inni á þinginu. Þannig ég vona að fólk sjái mikilvægi þessa núna og setji þetta í forgang,“ segir Vilhjálmur. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Húsnæðismál Fasteignamarkaður Neytendur Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Þetta er í tíunda sinn sem frumvarpið er lagt fram. Síðast var það gert í fyrra en það hlaut ekki afgreiðslu. Þá voru fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins á bak við það. Sama fólkið reynir aftur í ár, með þrjá aðra þingmenn flokksins í sínu liði. Fyrsti flutningsmaður er aftur Vilhjálmur Árnason. Hann segir gjöldin úrelt og óþarfi. „Þetta er bara mjög stór partur af þeirra ráðstöfunarfé að þurfa að borga þetta stimpilgjald. Sem við viljum meina að sé þá að hindra eðlileg viðskipti eða eðlilega þróun og hreyfingu á fasteignamarkaðnum,“ segir Vilhjálmur. Gjaldið er 0,8 prósent af fasteignaverði og er oftar en ekki ansi hátt. Af sjötíu milljón króna íbúð greiðast 560 þúsund krónur í stimpilgjald. Hann telur að í þetta tíunda skipti sé kominn tími til að frumvarpið sé samþykkt og er bjartsýnn á að ná því í gegn með auknum liðsauka úr flokknum. „Það hefur kannski bara skort á áherslu til dæmis við kjarasamningsborðið á þetta atriði. Ég tel röðina vera komna að þessu atriði einmitt núna. Það er búið að gera margt annað til að aðstoða húsnæðiskaupendur og forgangsröðunin hefur greinilega verið annarsstaðar. Því miður höfum við þingmenn ekki fengið sæti við kjarasamningsborðið þó að það hafi hellingsáhrif á það sem við þurfum að gera inni á þinginu. Þannig ég vona að fólk sjái mikilvægi þessa núna og setji þetta í forgang,“ segir Vilhjálmur.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Húsnæðismál Fasteignamarkaður Neytendur Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira