Erlent

Djúpsteikt Coca Cola vekur lukku í Texas

MYND/Getty Images

Tölvunarfræðingur frá Bandaríkjunum bætti á dögunum við úrval djúpsteiktra matvæla þegar hann bauð, fyrstur manna, upp á djúpsteikt Coca Cola.

Hinn 36 ára gamli Abel Gonzales hafði reynt ýmsar leiðir til að djúpsteikja Coke og fann svo það sem hann heldur að verði vinsælt meðal neytenda.

Fyrst er búið til deig úr Coca-Cola sírópi, örlitlu af jarðaberja sírópi auk jarðaberja. Bollur búnar til úr deiginu er síðan djúpsteiktar og útkoman eru bollur á stærð við borðtennisbolta. Þær eru síðan bornar fram í bolla, hjúpaðar Coca-Cola sírópi, þeyttum rjóma, kanelsykri og með kirsuberi ofan á.

Sue Gooding, talsmaður héraðssýningar í Texas, þar sem meint lostæti var kynnt, segir þetta framlag tölvunafræðingsins bragðast mjög vel og hafa vakið mikla lukku meðal gesta.

Gonzales rak tvo sölubása á sýningunni og seldi um 35 þúsund gestu djúpsteikt Coke á rúmum 24 dögum. Hann vann síðan verðlaun fyrir frumlegustu nýju matvöruna á sýningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×