Erlent

Kínverjar funda með leiðtogum Suðaustur-Asíuríkja

Forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao, talar á opnun ráðstefnu um málefni Suðaustur-Asíuríkja í morgun.
Forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao, talar á opnun ráðstefnu um málefni Suðaustur-Asíuríkja í morgun. MYND/AP

Kínverski forsætisráðherrann Wen Jiabao átti fund með leiðtogum Suðaustur-Asíuríkja í kínversku borginni Nanning í morgun. Með þessu eru Kínverjar að sýna aukin áhrif sín á svæðinu.

Viðræðurnar, sem að eru haldnar til þess að halda upp á 15 ára samstarf Kína og Suðaustur-Asíuríkja, miða að því að ríkin stofni með sér fríverslunarsamband auk þess sem vonast er til þess að þær muni ýta undir frið og stöðugleika á svæðinu. Nágrannar Kínverja hafa mikinn áhuga á því að komast inn á kínamarkað en alls um 1.3 milljarður manna mynda hann og er hann talinn sá markaður í heiminum sem á eftir að stækka hvað mest næstu árin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×