Erlent

Vill leggja niður Norðurlandaráð

Frá fundi Norðurlandaráðs.
Frá fundi Norðurlandaráðs. MYND/Einar

Norðurlandaráð hefur engin völd og leggja ætti það niður, skrifar sænska dagblaðið Dagens Nyheter. Stjórnmálamenn úr öllum flokkum bera hins vegar lof á norrænt samstarf.

Í þessari viku fara meðal annarra sjö sænskir ráðherra með forsætisráðherrann í fararbroddi á Norðurlandaráðsþing í Kaupmannahöfn. Á þeim fundi verða 87 þingmenn og fjölmargir ráðherrar. Þingið hefur engin völd. Það getur beint tilmælum til ríkisstjórna en ekki tekið bindandi ákvarðanir.

Svíi sem hefur unnið hjá Norrænu ráðherranefndinni í mörg ár segir að stjórnmálamenn nái ekki sérlega miklum árangri í Norðurlandaráði. En þeir vilja alls ekki leggja það niður því þeim finnst gaman að hitta starfsfélaga frá grannríkjunum, segir Svíi sem unnið hefur hjá ráðherranefndinni í Kaupmannahöfn í mörg ár.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×