Erlent

Bandaríska varnarmálaráðuneytið stofnar áróðursdeild

Donald Rumsfeld og Condoleezza Rice.
Donald Rumsfeld og Condoleezza Rice. MYND/AP

Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði nýlega að Bandaríkin væru að tapa áróðursstríðinu gegn óvinum sínum og ákvað bandaríska varnarmálaráðuneytið því að stofna nýja deild sem á að vinna gegn áróðri frá óvinum þeirra.

Mest áhersla verður lögð á internetið og svokallaðar blogg-síður. Deildin mun einnig hafa kynningarfulltrúa í vinnu hjá sér og verða þeir sendir í viðtöl eftir því sem þykir þurfa. Fréttavefur BBC skýrði frá þessu í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×