Erlent

35 kínverskir námuverkamenn verða innlyksa

35 kínverskir námuverkamenn urðu innlyksa í morgun eftir gassprengingu í kolanámu í norðvesturhluta Kína samkvæmt fregnum frá kínversku fréttastofunni Xinhua.

Þetta er nýjasta slysið í einum hættulegasta námuiðnaði heims en kol sjá Kínverjum fyrir um 70% af heildarorkuþörf þeirra. Oftsinnis eru öryggisreglur virtar að vettugi í námuiðnaðinum í Kína í von um meiri hagnað. Í fyrra létust til dæmis nærri sex þúsund námuverkamenn og það sem af er ári hafa 3.248 námuverkamenn látið lífið í námuslysum þar í landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×