Erlent

Lögreglan í Marseille handtekur fimm ungmenni

Strætisvagninn sem árásin var gerð á. Ung kona fékk brunasár á um 70% líkama sínum og er nú haldið sofandi.
Strætisvagninn sem árásin var gerð á. Ung kona fékk brunasár á um 70% líkama sínum og er nú haldið sofandi. MYND/AP

Lögreglan í Marseille í Frakklandi handtók í morgun fimm ungmenni vegna gruns um að þau hafi tekið þátt í árás á strætisvagn fyrr í vikunni, en ung kona hlaut brunasár á 70% líkama síns í árásinni.

Henni er nú haldið sofandi. Margir strætisvagnar voru brenndir á ársafmæli uppþotanna í París en þetta var eina árásin þar sem farþegum var ekki hleypt út áður en kveikt var í strætisvagninum. Hverfisleiðtogar í þeim hverfum sem hafa orðið hvað verst úti í þessari atburðarás hafa varað við því að þau skilyrði sem ýttu undir óeirðarnar séu enn til staðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×