Erlent

Demókratar leiða í skoðanakönnunum

Bandarískir þingmenn verða meira að segja að taka þátt í hrekkjavökunni ef þeir ætla að ná kjöri.
Bandarískir þingmenn verða meira að segja að taka þátt í hrekkjavökunni ef þeir ætla að ná kjöri. MYND/AP

Skoðanakannanir sem Reuters skýrði frá í dag sýna að demókratar í Bandaríkjunum eru með meiri stuðning en Repúblikanar í 12 af 15 lykilsætum.

Fimm af frambjóðendum demókrata höfðu meira að segja tveggja stafa forystu á frambjóðenda repúblikana. Ef þeir vinna þessi 12 sæti vantar þeim bara þrjú í viðbót til þess að ná stjórn á bandaríska þinginu, en demókratar hafa ekki verið í meirihluta þar síðan 1994.

Ennfremur, ef demókratar bera sigur úr býtum í þingkosningunum sem fara fram þann 7. nóvember næstkomandi, verður mun erfiðara fyrir George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, að koma sínum áætlunum í framkvæmd og þá sérstaklega þeim er varða Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×