Írak, Írak, Írak 2. nóvember 2006 10:13 Bandarískir hermenn að störfum í Írak. MYND/NM Afstaðan til Íraksstríðsins mun ráða atkvæðum flestra kjósenda í bandarísku þingkosningunum. Tilraunir repúblikana til að snúa umræðunni frá stríðinu og óánægju kjósenda hafa borið takmarkaðan árangur og litla hjálp að fá lengur frá John Kerry sem virðist hafa farið að ráðum félaga sinna um að biðjast afsökunar og láta lítið fyrir sér fara. Kerry klúðraði Kosningaumræðan síðustu tvo daga hefur að miklu leyti snúist um John Kerry og klúðruðum brandara hans. Kerry sagði á fundi með háskólanemendum á mánudag að mikilvægt væri að stunda skólann því ella ættu þeir á hættu að "festast í Írak". Þetta mátti skilja sem árás á gáfnafar bandarískra hermanna. Kerry sagðist hins vegar hafa ætlað að skjóta á George Bush forseta en hafa sleppt úr mikilvægum orðum. Hann þverneitaði að biðjast afsökunar og sagði engum detta í hug að hann, sem fyrrverandi hermaður, væri að gera grín að þeim sem fórna sér fyrir þjóðina. Margir gerðu það engu að síður. Loks afsökunarbeiðni Hvorki hefur heyrst eða sést til Kerrys frá því að hann hringdi í útvarpsþátt ofurdemókratans Don Imus í gærmorgun. Samtalið hófst svo; Kerry: Góðan daginn Don Imus. Hvernig hefurðu það? Imus: Gerðu það hættu þessu. (hlátur) Imus: Hættu að tala. Farðu heim, farðu að hjóla, farðu á seglbretti, hvað sem er, hættu þessu. Þú átt eftir að skemma þetta. Samtalið endaði svo á því að Imus grátbað Kerry að hætta að tala. Afsökunarbeiðnin birtist á heimasíðu öldungadeildarþingmannsins undir kvöld í gær og telja margir þar með að umræðan fari aftur að snúast um önnur mál. Kannanir slæmar fyrir repúblikana Flestir kjósendur segja Íraksstríðið hafa mest áhrif á það hver fær atkvæði þeirra og kemur það repúblikönum án vafa illa. Einungis tuttugu og níu prósent eru sáttir við hvernig Bush forseti hefur stjórnað málum í Írak og sjötíu prósent telja hann ekki hafa neina áætlun um hvernig ljúka eigi afskiptum Bandaríkjamanna þar samkvæmt könnun sem birtist í New York Times í dag. Óánægja með stríðið og hlutverk Bush kemur ekki á óvart en áhyggjuefni fyrir repúblikana að enn dregur úr trú manna á forsetanum. Bush getur ekki svo auðveldlega látið lítið fyrir sér fara og mun eflaust halda áfram kappfundaherferð sinni þótt fimmtíu og sex prósent aðspurðra í könnunina sögðust telja hann skaða frambjóðendur. Önnur mál litast af Írak Repúblikönum hefur ekki orðið eins ágengt og áður að hræða kjósendur frá demókrataflokknum með umræðu um mál eins og hjónabönd samkynhneigðra og fóstureyðingar. Þá virðist óánægjan með stríðið í Írak lita afstöðu margra kjósenda til annarra mála. Dæmi um það er efnahagslífið því þótt sextíu og tvö prósent telji það í góðu standi samkvæmt könnun CNN þá telja einungis þrjátíu og átta prósent Bush standa sig vel í efnahagsmálum samkvæmt könnun New York Times. Óháðir Sumir stjórnmálaskýrendur gera mikið úr mögulegum áhrifum óháðra kjósenda sem í undanförnum kosningum hafa skipt atkvæðum sínum nokkuð jafnt milli flokka. Í könnun New York Times segja tuttugu og þrjú prósent óháðra ætla að kjósa repúblikana á meðan fimmtíu prósent segjast ætla að greiða demókrötum atkvæði þetta sinn. Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira
Afstaðan til Íraksstríðsins mun ráða atkvæðum flestra kjósenda í bandarísku þingkosningunum. Tilraunir repúblikana til að snúa umræðunni frá stríðinu og óánægju kjósenda hafa borið takmarkaðan árangur og litla hjálp að fá lengur frá John Kerry sem virðist hafa farið að ráðum félaga sinna um að biðjast afsökunar og láta lítið fyrir sér fara. Kerry klúðraði Kosningaumræðan síðustu tvo daga hefur að miklu leyti snúist um John Kerry og klúðruðum brandara hans. Kerry sagði á fundi með háskólanemendum á mánudag að mikilvægt væri að stunda skólann því ella ættu þeir á hættu að "festast í Írak". Þetta mátti skilja sem árás á gáfnafar bandarískra hermanna. Kerry sagðist hins vegar hafa ætlað að skjóta á George Bush forseta en hafa sleppt úr mikilvægum orðum. Hann þverneitaði að biðjast afsökunar og sagði engum detta í hug að hann, sem fyrrverandi hermaður, væri að gera grín að þeim sem fórna sér fyrir þjóðina. Margir gerðu það engu að síður. Loks afsökunarbeiðni Hvorki hefur heyrst eða sést til Kerrys frá því að hann hringdi í útvarpsþátt ofurdemókratans Don Imus í gærmorgun. Samtalið hófst svo; Kerry: Góðan daginn Don Imus. Hvernig hefurðu það? Imus: Gerðu það hættu þessu. (hlátur) Imus: Hættu að tala. Farðu heim, farðu að hjóla, farðu á seglbretti, hvað sem er, hættu þessu. Þú átt eftir að skemma þetta. Samtalið endaði svo á því að Imus grátbað Kerry að hætta að tala. Afsökunarbeiðnin birtist á heimasíðu öldungadeildarþingmannsins undir kvöld í gær og telja margir þar með að umræðan fari aftur að snúast um önnur mál. Kannanir slæmar fyrir repúblikana Flestir kjósendur segja Íraksstríðið hafa mest áhrif á það hver fær atkvæði þeirra og kemur það repúblikönum án vafa illa. Einungis tuttugu og níu prósent eru sáttir við hvernig Bush forseti hefur stjórnað málum í Írak og sjötíu prósent telja hann ekki hafa neina áætlun um hvernig ljúka eigi afskiptum Bandaríkjamanna þar samkvæmt könnun sem birtist í New York Times í dag. Óánægja með stríðið og hlutverk Bush kemur ekki á óvart en áhyggjuefni fyrir repúblikana að enn dregur úr trú manna á forsetanum. Bush getur ekki svo auðveldlega látið lítið fyrir sér fara og mun eflaust halda áfram kappfundaherferð sinni þótt fimmtíu og sex prósent aðspurðra í könnunina sögðust telja hann skaða frambjóðendur. Önnur mál litast af Írak Repúblikönum hefur ekki orðið eins ágengt og áður að hræða kjósendur frá demókrataflokknum með umræðu um mál eins og hjónabönd samkynhneigðra og fóstureyðingar. Þá virðist óánægjan með stríðið í Írak lita afstöðu margra kjósenda til annarra mála. Dæmi um það er efnahagslífið því þótt sextíu og tvö prósent telji það í góðu standi samkvæmt könnun CNN þá telja einungis þrjátíu og átta prósent Bush standa sig vel í efnahagsmálum samkvæmt könnun New York Times. Óháðir Sumir stjórnmálaskýrendur gera mikið úr mögulegum áhrifum óháðra kjósenda sem í undanförnum kosningum hafa skipt atkvæðum sínum nokkuð jafnt milli flokka. Í könnun New York Times segja tuttugu og þrjú prósent óháðra ætla að kjósa repúblikana á meðan fimmtíu prósent segjast ætla að greiða demókrötum atkvæði þetta sinn.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira