Fjórir leikir eru á dagskrá í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld og hefjast þeir allir klukkan 19:15 að venju. Stórleikur kvöldsins er viðureign grannliðanna Njarðvíkur og Grindavíkur í Njarðvík, en hvorugt liðanna hefur tapað leik til þessa í deildarkeppninni.
Haukar taka á móti KR á Ásvöllum, Þór Þorlákshöfn mætir Keflavík og þá eigast við ÍR og Snæfell í Seljaskóla.