Erlent

Afkoma Pliva batnar milli ára

Höfuðstöðvar Pliva í Zagreb í Króatíu.
Höfuðstöðvar Pliva í Zagreb í Króatíu. Mynd/AP

Króatíska lyfjafyrirtækið Pliva skilaði 67,4 milljónum bandaríkjadölum í hagnað á fyrstu níu mánuðum ársins. Þetta svarar til 4,6 milljarða íslenskra króna sem er talsverður viðsnúningur frá afkomu síðasta árs þegar fyrirtækið tapaði 34,1 milljón dal eða rúmlega 2,3 milljörðum króna.

Bandaríska lyfjafyrirtækið Barr keypti Pliva í síðasta mánuði fyrir 2,5 milljarða bandaríkjadali eða 170,5 milljarða íslenskra króna eftir harða samkeppni við Actavis um félagið.

Tekjur Pliva lækkuðu hins vegar á milli ára þrátt fyrir aukna sölu á lyfjum undir merkjum fyrirtækisins. Þær námu 797,4 milljónum dala eða 55 milljörðum króna, á árinu sem er 12,2 prósenta samdráttur frá sama tíma í fyrra. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að samdrátturinn er að mestu tilkominn vegna minni tekna í Bandaríkjunum í kjölfar þess að einkaleyfi fyrirtækisins fyrir söluhæsta lyfi fyrirtækisins fram til þess rann út fyrir ári.

Sala jókst hins vegar um 3,8 prósent á flestum mörkuðum að heimamarkaðinum í Króatíu undanskildum. Þar dróst salan saman um 6 prósent á milli ára.

Níu mánaða uppgjör Pliva




Fleiri fréttir

Sjá meira


×