Hart deilt á félagsmálaráðherra vegna launamunar 8. nóvember 2006 16:47 MYND/Kolbrún K Hart var deilt á félagsmálaráðherra fyrir að gera lítið til að vinna bug á launamisrétti kynjanna í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag. Það var Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem var málshefjandi og gerði að umtalsefni nýja könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir félagsmálaráðuneytið sem sýndi að launamunur kynjanna væri um 16 prósent og hefði lítið breyst síðustu tólf ár.Benti hún á að 45 ár væru frá því að lög hefðu verið sett um það að laun kynjanna skyldu jöfn og sagði það ekkert annað en mannréttindabrot að konur fengju ekki sömu laun og karlar fyrir sömu störf. Sagði hún ríkið ekki síður en almenna atvinnurekendur hafa brotið lögin þar sem viðbótarlaun eins og óunnin yfirvinna og ýmsar sporslur rynnu fremur til karla en kvenna í störfum hjá ríkinu. Benti hún enn fremur á að Runólfur Ágústsson, rektor Háskólans á Bifröst, hefði greint frá því í ræðu á dögunum að með sama áfram haldi tæki það 581 ár að leiðrétta launamuninn.Spurði hún Magnús Stefánsson, ráðherra jafnréttismála, að því hvort hann væri tilbúinn að leggja fullan kraft í gerð framkvæmdaáætlunar um jöfnun á launmun kynjanna og jafnvel beita jákvæðri mismunun og aflétta launaleynd til þess að ná því markmiði að útrýma launamun kynjanna.Magnús Stefánsson félagsmálaráðhera sagði niðurstöður rannsóknar Capacent hafa valdið sér miklum vonbrigðum en þó kæmi ýmislegt jákvætt þar í ljós. Það væru t.d. stór tíðindi að lög um fæðingarorlof sem sett hefðu verið fyrir nokkrum árum væru farin að hafa áhrif á fjölskylduábyrgð og að yngsta kynslóð kvenna væri tilbúin að gera ákveðnari kröfur í málinu.Sagðist hann ætla að vinna í málinu á næstunni og kalla til sín fólk sem hefði mikla reynslu af því. Hann sagði ábyrgðina á launamisréttinu hjá atvinnurekendum og að hann hygðist kalla til sína aðila vinnumarkaðarins til þess að ræða aðgerðir til lausnar málinu. Hann væri tilbúinn að skoða að beita jákvæðri mismunun og jafnvel að aflétta launaleynd.Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri - grænna, sagði ráðherra fremur linan í jafnréttismálum og ekki væri að búast við árangri í málaflokknum þegar ráðherra skipaði endalausar nefndir, gerði kannanir og ætti þríhliða viðræður. Sagði hún að launamismunin þrifist í skjóli hugmynda um stöðu kynjanna í samfélaginu.Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, benti á að launamunur kynjanna hefði minnkað meðal stjórnenda fyrirtækja og þá hefðu fæðingarorlofslögin bætt stöðu kvenna á vinnumarkaði. Það sýndi að aðgerðir yfirvalda skiluðu árangri. Staðan væri engu að síður óviðunandi og fyrirtæki á almennum markaði þyrftu að svara fyrir það.Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, benti á að við endurskoðun jafnréttislaga, sem nú stæði yfir, þyrfti að horfa til þess að herða viðurlög við brotum á þeim. Menn þyrftu að finna fyrir því þegar þeir brytu lögin líkt og þegar þeir brytu önnur lög.Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði niðurstöðu könnunarinnar ákveðið áfall og taldi launamuninn enn meiri þar sem ekki væri tekið tillit til þess að mun færri konur væru í stjórnunarstöðum en karlar hjá fyrirtækjum. Sagði hann fæðingarorlofslögin ekki hafa dugað og að vandinn væri hjá atvinnurekendum og launþegum. Konur þyrftu að krefjast hærri launa.Athygli vakti að sex konur tóku til máls við utandagskrárumræðuna en aðeins þrír karlar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Hart var deilt á félagsmálaráðherra fyrir að gera lítið til að vinna bug á launamisrétti kynjanna í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag. Það var Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem var málshefjandi og gerði að umtalsefni nýja könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir félagsmálaráðuneytið sem sýndi að launamunur kynjanna væri um 16 prósent og hefði lítið breyst síðustu tólf ár.Benti hún á að 45 ár væru frá því að lög hefðu verið sett um það að laun kynjanna skyldu jöfn og sagði það ekkert annað en mannréttindabrot að konur fengju ekki sömu laun og karlar fyrir sömu störf. Sagði hún ríkið ekki síður en almenna atvinnurekendur hafa brotið lögin þar sem viðbótarlaun eins og óunnin yfirvinna og ýmsar sporslur rynnu fremur til karla en kvenna í störfum hjá ríkinu. Benti hún enn fremur á að Runólfur Ágústsson, rektor Háskólans á Bifröst, hefði greint frá því í ræðu á dögunum að með sama áfram haldi tæki það 581 ár að leiðrétta launamuninn.Spurði hún Magnús Stefánsson, ráðherra jafnréttismála, að því hvort hann væri tilbúinn að leggja fullan kraft í gerð framkvæmdaáætlunar um jöfnun á launmun kynjanna og jafnvel beita jákvæðri mismunun og aflétta launaleynd til þess að ná því markmiði að útrýma launamun kynjanna.Magnús Stefánsson félagsmálaráðhera sagði niðurstöður rannsóknar Capacent hafa valdið sér miklum vonbrigðum en þó kæmi ýmislegt jákvætt þar í ljós. Það væru t.d. stór tíðindi að lög um fæðingarorlof sem sett hefðu verið fyrir nokkrum árum væru farin að hafa áhrif á fjölskylduábyrgð og að yngsta kynslóð kvenna væri tilbúin að gera ákveðnari kröfur í málinu.Sagðist hann ætla að vinna í málinu á næstunni og kalla til sín fólk sem hefði mikla reynslu af því. Hann sagði ábyrgðina á launamisréttinu hjá atvinnurekendum og að hann hygðist kalla til sína aðila vinnumarkaðarins til þess að ræða aðgerðir til lausnar málinu. Hann væri tilbúinn að skoða að beita jákvæðri mismunun og jafnvel að aflétta launaleynd.Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri - grænna, sagði ráðherra fremur linan í jafnréttismálum og ekki væri að búast við árangri í málaflokknum þegar ráðherra skipaði endalausar nefndir, gerði kannanir og ætti þríhliða viðræður. Sagði hún að launamismunin þrifist í skjóli hugmynda um stöðu kynjanna í samfélaginu.Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, benti á að launamunur kynjanna hefði minnkað meðal stjórnenda fyrirtækja og þá hefðu fæðingarorlofslögin bætt stöðu kvenna á vinnumarkaði. Það sýndi að aðgerðir yfirvalda skiluðu árangri. Staðan væri engu að síður óviðunandi og fyrirtæki á almennum markaði þyrftu að svara fyrir það.Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, benti á að við endurskoðun jafnréttislaga, sem nú stæði yfir, þyrfti að horfa til þess að herða viðurlög við brotum á þeim. Menn þyrftu að finna fyrir því þegar þeir brytu lögin líkt og þegar þeir brytu önnur lög.Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði niðurstöðu könnunarinnar ákveðið áfall og taldi launamuninn enn meiri þar sem ekki væri tekið tillit til þess að mun færri konur væru í stjórnunarstöðum en karlar hjá fyrirtækjum. Sagði hann fæðingarorlofslögin ekki hafa dugað og að vandinn væri hjá atvinnurekendum og launþegum. Konur þyrftu að krefjast hærri launa.Athygli vakti að sex konur tóku til máls við utandagskrárumræðuna en aðeins þrír karlar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira