Innlent

Undirritaði tvísköttunarsamning við Úkraínu

MYND/GVA

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra undirritaði í gær tvísköttunarsamning við Úkraínu ásamt Mykola Azarov, fjármálaráðherra landsins, en Valgerður hefur verið í opinberri heimsókn í Úkraínu undanfarna daga.

Með samningnum er komið í veg fyrir tvísköttun og undanskot frá skattlagningu á tekjur og eignir. Utanríkisráðherra átti einnig fund með forseta úkraínska þingsins í gær þar sem rædd voru tvíhliða samskipti Íslands og Úkraínu, breytingar á úkraínsku stjórnarkerfi og umbætur sem orðið hafa á því.

Síðdegis í gær flaug utanríkisráðherra til borgarinnar Lviv í vesturhluta Úkraínu og átti fundi með borgarstjóra Lviv-borgar og í morgun heimsótti ráðherra höfuðstöðvar Lviv-bankans, sem er í eigu MP fjárfestingabanka. Opinberri heimsókn utanríkisráðherra í Úkraínu lýkur svo í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×