Innlent

Feðradagur á Íslandi í fyrsta sinn á sunnudag

Feðradagurinn verður í fyrsta sinn haldinn hér á landi á sunnudaginn kemur. Sama dag verður haldin ráðstefna á vegum félagsmálaráðuneytisins, Jafnréttisstofu og Féalgs ábyrgra feðra á Nordica-hótelinu þar sem fjallað verður um feður í samfélagi nútímans og mikla þátttöku feðra á Íslandi í fæðingarorlofi, en fram hefur komið að um 90 prósent feðra nýta sér sitt orlof.

Annar sunnudagur í nóvember verður hér eftir helgaður feðrum á Íslandi samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar og hefur hún verið tilkynmt Almanaki Háskólans sem hefur staðfest að nýtt dagsheiti, feðradagur, verði formlega skráð í almanakið fyrir árið 2008. Þess má geta mæðradagurinn, sem er annar sunnudagur í maímánuði, hefur verið haldinn hátíðlegur frá árinu 1934.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×